Árslisti Simon.is!

Meðlimir Simon.is hittust um daginn og ræddu um mest spennandi tækin sem komu út árið 2011. Úr umræðunni varð til árslisti Simon.is. Við völdum sigurvegara hvers flokks, auk annarra verðugra valkosta. Einnig fórum við yfir hvað 2012 mun bjóða upp og útnefndum nokkur tæki sem okkur dauðlangar í.

Sími ársins
Sími ársins að mati Simon.is er Samsung Galaxy S2.

Símtæki ársins!

Símtæki ársins 2011!

Valið var í raun mjög einfalt. Þessi sími kom í sölu í júní og setti Galaxy línu Samsung rækilega á kortið. Síminn er þunnur og léttur með einum besta skjá sem sést hefur á farsíma. Myndavélin er í sama klassa og á því besta sem var í boði og verðið á íslandi var mun betra en á t.d. HTC Sensation. SII hefur tvíkjarna örgjörvann fram yfir Xperia Arc. Niðurstaðan var frábær sími sem fékk marga iPhone notendur sem biðu óþreyjufullir eftir iPhone 5 til að skipta yfir. Það hefur engum öðrum Android síma tekist.

Næstum því símar ársins

  • iPhone 4S olli vonbrigðum þegar hann var kynntur þar sem flestir bjuggust við iPhone 5 (sem kemur líklega út á þessu ári). Þetta er hinsvegar frábær snjallsími sem nær að tikka í öll boxin. Síminn er líklega með bestu myndavélina í snjallsíma, öflugt stýrikerfi, stóra app verslun og bjartan og skýran skjá.
  • Galaxy Nexus var reyndar ekki kominn til Íslands árið 2011 en hann kom fyrst út í Bretlandi snemma í desember. Þetta er einn stærsti snjallsíminn á markaðinum með nýjustu útgáfunni af Android stýrikerfinu (ICS). Síminn er með 4,65″ AMOLED skjá með 720p upplausn, tvíkjarna 1.2GHz örgjörva, 1GB vinnsluminni og allt þetta í örþunnri umgjörð.
Vonbrigði ársins
Æsingurinn í kringum iPhone var án efa vonbrigði ársins. Síminn sem þeir kynntu var mjög góður en það breytir ekki því að Apple hefði átt að stýra eftirvæntingunni miklu betur. Eftirvæntingin eftir nýjum Apple vörum er venjulega mjög mikil. Þegar Apple dregur kynningu á nýjum síma um 5 mánuði þá búast menn við meiru.
Næstum því vonbrigði ársins
  • Nokia N9 kom sterklega til greina sem vonbrigði ársins. Þegar síminn var kynntur í júní voru margir innan Simon.is hópsins mjög spenntir og við fyrstu sýn lofaði síminn góðu. Útlitið er það besta sem hefur komið frá Nokia í mörg ár. Vonbrigðin eru mikil þegar kveikt er á honum. Stýrikerfið er fullt af villum og virkar frekar eins og beta útgáfa heldur en eitthvað sem þú borgar 129.990 fyrir. Einnig er síminn hægur þegar mörg forrit keyra í einu og nánast ekkert um bitastæð forrit í app versluninni. Stærsta ástæða þess að N9 var einn af mestu vonbrigðum ársins er  sú að stuttu eftir að hann kom út þá sprakk MeeGo samstarfið. Þannig fæddist fyrsti MeeGo síminn í raun andvana.

Spjaldtölva ársins

Hér er valið aftur mjög einfalt: iPad 2 er spjaldtölva ársins.

Apple iPasd 2 með Smart Cover

iPad2 spjaldtölva ársins

Þegar Apple kynnti iPad í janúar 2010 voru spjaldtölvur algjörlega óskrifað blað en iPad seldist betur en nokkur þorði að vona. Í Apríl 2011 kom iPad 2 á markað og bætti iPad á öllum sviðum.  Hann er þunnur, léttur, hraður, vel smíðaður og virkar einfaldlega 100%. Við þetta bætast svo yfir 140.000 forrit sem eru hönnuð sérstaklega fyrir iPad.  Hann hentar fólki á öllum aldri og er frábær barnapía í löngum ökuferðum. iPad var lengi vel eina spjaldtölvan sem var hægt að kaupa en á  síðasti ári komu loksins út almennilegar Android spjaldtölvur. Engin þeirra hefur þó fangað hug neytenda né tæknisamfélagsins. Staðreyndin er sú að iPad 2 er í raun eini alvöru valkosturinn í spjaldtölvumarkaðnum og það sést vel á sölutölum Apple.

Næstum því spjaldtölvur ársins

  • Samsung Galaxy Tab 10.1 er alveg ótrúlega svipaður iPad2 og var sérstaklega hannaður til að slá iPad2 við í öllum tölum. Hann er þynnri, með hraðari örgjörva, meira minni, léttari, stærri skjá og hærri upplausn. Það er samt eitthvað sem vantar. Hann er ekki eins fínpússaður og þegar kemur að forritum og aukahlutum þá stendur hann iPad langt að baki.
  • Asus Transformer kom skemmtilega á óvart. Þetta er 10″ spjaldtölva með möguleika á lyklaborði sem býður upp á aukna endingu rafhleðslu og fleiri raufar (USB og MicroSD). Það er næstum því hægt að nota hana sem þína einu tölvu. Það eina sem vantar er stuðningur við íslenskt lyklaborð. Næsta útgáfa af þessari spjaldtölvu lofar einnig góðu.

 

Lestölva ársins

Kindle Keyboard 3G er lestölva ársins. Lestölvur með litaskjá koma ekki einu sinni til greina. Þessari lestölvu ertu sítengdur í langflestum löndum og hefur því aðgang að bókum hvar sem er með 3G nettengingu. Amazon er einnig með stærstu verslunina og býður upp á WhisperSync þjónustu þar sem þú getur auðveldlega sent þér skjöl og bækur á netfang sem kemur þeim gögnum áleiðis í lestölvuna.

Kindle Keyboard

Lestölva ársins 2011

 

 

Hvað langar simon.is mest í árið 2012?

  • Google er mögulega að fara gefa út spjaldtölvu 2012 og við erum mjög spenntir! Það er því miður lítið vitað um hana en sem komið er en spjaldtölva með Android 4 getur ekki verið slæmt.
  • Asus Transformer Prime fékk frábær viðbrögð en eitthvað virðist hafa floppað þegar hún datt í sölu í Bandaríkjunum. Það var ekki hægt að “roota” hana og GPS-ið virkaði ekki. Vonandi verður næsta útgáfa betri!
  • Samsung Galaxy S3 á að koma út á árinu og verður vonandi verður arftaki Galaxy S2 (sími ársins 2011). Það er lítið komið í ljós enn þá. Það eina sem er vitað er að hann verður ekki kynntur á Mobile World Congress.
  • iPhone 5 kemur vonandi út á þessu ári þó engu sé hægt að lofa. Orðrómurinn segir að síminn muni styða LTE og skjárinn verði eitthvað örlítið stærri.
  • Kindle Fire 10″ er líkleg á árinu 2012 eða 2013. Allir vita að Kindle Fire er vara sem Amazon keyrði út til að ná fyrir jólavertíðina. Amazon vinnur að þróun á alvöru iPad killer og vonandi fáum við að sjá hana fyrr en síðar.

 

 

2 replies

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] þessari miklu athygli: SII var frábær sími (svo frábær að við hjá Simon.is völdum hann síma ársins 2011) og með SII eignaðist Samsung marga dygga aðdáendur. Ef þú kannt vel við Android síma frá […]

  2. […] fylgdi í fótspor Simon.is og valdi Samsung Galaxy S2 síma ársins 2011. Síminn kom út fyrri part ársins 2011 og […]

Comments are closed.