Hvernig fæ ég Pokémon Go?

Pokémon Go er glænýr leikur fyrir iOS og Android snjalltæki (Windows Phone útgáfan kemur örugglega einhvern tímann á næstu öld). Leikurinn er að valda algeru fári og er búinn að taka yfir alla fjölmiðla.

Leikurinn er hannaður af Niantic í Bandaríkjunum og er mjög svipaður Ingress leiknum frá þeim. Í einni setningu þá er þetta Pokémon + Google Earth + Snjallsími. Þú ert að safna Pokémon dýrum með því að nota símann þinn sem aðra útgáfu af raunveruleikunum. Staðsetning tækisins og tími dags stýrir helstu atriðum leiksins, eða hvar og hvenær dýrin birtast. Kynnið ykkur leikinn betur hér.

Leikurinn er því miður ekki í boði utan Bandaríkjana, en það er hægt að komast hjá því.

iOS fjallabaksleið

Þú þarft að vera með bandarískan App Store aðgang til þess að geta sett upp appið. Margir eru með þannig aðgang og komst því beint í gegn, en langflestir eru með íslenskan aðgang. Til að komast hjá þessu þarftu að gera eftirfarandi:

  1. Stofna bandarískan App Store aðgang. Einstein.is er með góðan leiðbeiningar fyrir slíkt hér.
  2. Skráðu út af núverandi aðgangi í gegnum Settings -> iTunes & App Store -> Smelltu á Apple ID og veldu Sign Out.
  3. Skráðu þig inn á nýja aðganginn.
  4. Farðu í App Store og leitaðu að Pokémon Go.
  5. Náðu í leikinn.
  6. Skráðu þig út og inn á réttum aðgangi aftur.

Android fjallabaksleið

Þetta er aðeins öðruvísi fyrir Android notendur. Það þarf að ná í leikjaskránna og setja hana á símann.

  1. Þú byrjar á því að leyfa símanum að setja upp öpp utan Google Play Store. Farðu í Settings, veldu Security og virkjaðu “Unknown source” valmöguleikann.unkownsources
  2. Finndu núverandi APK skránna fyrir Pokémon Go á Android. APKmirror.com er besti staðurinn fyrir APK skrár. Þessi ætti að virka. Passið ykkur! Það er möguleiki á því að APK sé vírus (sjá meira hér)
  3. Komdu skránni á tækið þitt. Það er hægt að gera þetta í gegnum snúru eða bara Dropbox (eða Drive og fleiri þjónustur).
  4. Settu upp skránna beint úr tilkynningargardínunni eða Downloads. Sum Android tæki sjá ekki skránna eftir að hún er komin á tækið. Þá þarf maður “file explorer”, eins og þennan. Nóg er að opna skránna til þess að hún verði uppsett.
  5. Voila!