Bless iPhoto – nýtt Photos app væntanlegt fyrir Mac OS X

Mac notendur ættu að þekkja iPhoto en á næstunni mun það renna saman í myndvinnslu forritið Apperture undir nafninu Photos. Það mun vera svipað og Photos appið sem kemur með iOS8 og styður  iCloud Photo Library sem þýðir að þú getir geymt allar myndirnar þínar í Apple skýinu.

Photos

Kosturinn við að hafa allar myndir í skýinu eru fyrst og fremst að þú týnir þeim ekki þó þú týnir símanum, iPadnum eða tölvunni. Annar kostur er að ef þú breytir mynd á símanum þá birtist hún breytt á tölvunni og öfugt.

iCloud Photo Library

Appið auðveldar byrjendum að breyta myndum með filterum og stillingum sem breyta mörgum breytum á sama tíma.

Photo filters

Photos - stillingar

Nýja Photos appið er væntanlegt vorið 2015.

 

Heimild: Apple