Eurovision appið er nauðsynlegt fyrir kvöldið
Fyrir Eurovision aðdáendur er bráðnauðsynlegt að sækja Eurovision appið áður en keppnin hefst í kvöld. Microsoft stóð að gerð appsins en tölvurisinn sér um öll tæknimál Eurovision.
Í appinu er hægt að fylgjast með niðurstöðum kosninganna, nálgast texta allra laga og finna ýmsar upplýsingar um keppendur. Þá er hægt að nálgast karókí útgáfu af lögunum og reyna fyrir sér sönginn.
Einnig er hægt að senda keppendum spurningar í gegnum appið, beint í græna herbergið. Hvort maður fái svar er svo annað mál. Kannski ef spurningin er góð.
Appið er ókeypis og til í öllum helstu stýrikerfum.
Windows Phone
Windows 8.1
Google Play
App Store