Apple úrið kynnt 9. mars

Apple boðaði fyrr í dag fjölmiðla á kynningu mánudaginn 9. mars næstkomandi. Er kynningin undir heitinu “Spring forward”.

Það er yfir allan vafa hafið að þarna mun Apple koma með öll smáatriði varðandi væntanlegt snjallúr. Hingað til hefur ýmsum spurningum verið ósvarað, t.d. varðandi verðlagningu og hvenær úrið eða úrin koma á markað. Við fáum svar við þessu á mánudaginn eftir rúmlega viku. Fylgist með á Simon.is

Heimild The Verge.