Twitter missti 4 milljónir notenda vegna iOS8

Í dag eru 288 milljónir notenda virkir á Twitter sem er aukning um 4 milljónir á ársfjórðungi. Það ætti að teljast ansi gott en Dick Costolo, forstjóri Twitter, er ekki allskostar sáttur vegna þess að ef ekki væri fyrir vandræði með iOS8 uppfærslu hefði þessi aukning verið um 8 milljónir.

Um ein milljón notenda skráði sig inn á Twitter í Safari vafranum og með iOS8 uppfærslunni datt lykilorðið þessara notenda út. Þeir sem ekki mundu lykilorðið sitt eða sóttu ekki Twitter appið hurfu því af samfélagsmiðlinum vinsæla. Þar að auki hurfu aðrar 3 milljónir vegna breytinga á Safari Reader sem sýnir efni frá fólki sem notendur elta á Twitter.

Twitter notendur

Heimild: Cult of Mac