Ekki tapa myndunum af símanum þínum – Þrjár leiðir til að afrita þær sjálkrafa
Flestir nota símana sína nú til dags í stað lítillar myndavélar. Það getur því verið skelfilegt að týna símanum sínum og glata þá fjölda mynda. Það er þó mjög auðvelt að komast hjá því á með því að afrita þær sjálfkrafa inn á lokuð vefsvæði.
Hér fjöllum við um hvernig hægt er að afrita myndir í Android og iOS símum en einnig eru til leiðbeiningar fyrir Windows Phone.
Dropbox
Flestir eiga Dropbox aðgang og er hægt að fá frían aðgang með 2 GB plássi (sem er svo hægt að stækka í allt að 18 GB). Með því að ná í Dropbox appið er hægt að stilla á “Camera Upload”. Sá möguleiki gerir það að í hvert skipti sem síminn tengist á þráðlaust net afritar hann allar nýjar myndir yfir í Dropbox möppu sem heitir Camera upload. Það er svo hægt að nálgast allar myndirnar í gegnum appið, forrit í tölvu eða á dropbox.com. Þannig getur maður átt afrit af myndunum á mörgum stöðum án þess að þurfa að hugsa nokkuð um það. Það er einnig hægt að stilla að Dropbox afriti myndirnar á 3G neti, en það er þó mælt gegn því þar sem að því getur fylgt mikill kostnaður.
Til þess að setja “Camera Upload” þá þarf að fara í Settings > Turn on Camera Upload og svo mælum við með því að velja Wi-Fi only í Upload Using.
Sækja Dropbox á eða iOS
Samfélagsmiðillinn Google býður upp á samskonar þjónustu og Dropbox. Í appinu er svokallað “Instant upload”. Það virkar nánast eins og í Dropbox, nema það afritar líka öll myndbönd sem maður tekur á símann. Appið afritar myndir og myndbönd á lokað svæði á Google sem kallast Instant upload og getur maður nálgast allar myndirnar þar. Þetta er ekki jafn praktískt og Dropbox, þar sem að maður þarf að fara í viðmót Google til að sækja skrárnar sjálfar, á móti kemur að allar myndir sem eru í Instand upload koma upp í nýjum síma ef skipt er um og það er mjög þægilegt að hafa. Instant upload býður upp á aðeins fleiri valmöguleika en Dropbox, en þar er hægt að velja að afrita á WiFi eða yfir 3G og einnig er hægt að velja að afrita eingöngu þegar síminn er í hleðslu. Þessar afritanir geta étið upp rafhlöðuna ef að mjög margar myndir eru afritaðar í einu. Allir sem eru með Google aðgang fá 5GB af plássi frítt, en þeir sem eru með Google Drive áskrift geta nýtt sér það pláss í Instant upload.
Til þess að kveikja á “Instant upload” þá þarf að fara í Settings > Instant Upload > On og það er mælt með því að fara í When to upload photos > Only when there is a WiFi connection available.
Sækja Google á eða iOS
Í nýlegri uppfærslu af Facebook appinu bættist við valmöguleikinn “Photo sync”. Það virkar mjög svipað og Google , myndirnar afritast inn á lokað svæði á Facebook þar sem að einungis maður sjálfur hefur aðgang að þeim. Síðan er hægt að deila myndnunum beint inn á Facebook. Þar fær maður 2 GB af plássi til þess að geyma myndir og er enn sem komið er engin leið til þess að auka plássið. Þessi aðferð er almennt talin lökust af þessum þremur. Ástæðan er helst sú að fólk treystir Facebook minna fyrir einka myndum og vegna þess að það er engin leið til þess að auka plássið. Það er nokkuð snúið að komast í myndirnar, en maður þarf að fara á sinn eigin prófíl, inn í myndir og þar inn í “synced from phone”. Í appinu sjálfu kemst maður ekki í myndirnar ef maður hefur seinna slökkt á photo sync.
Til þess að kveikja á “Photo sync” þá þarf að fara í Settings > Sync Photos > Sync Photos. Þar er enn og aftur mælt með að velja Sync over Wi-Fi only, en sjálfgefinn möguleiki er WiFi og 3G og byrjar appið strax að afrita myndir (sem getur verið varasamt sé maður ekki með stóra 3G áskrift).
Sækja Facebook á eða iOS
Trackbacks & Pingbacks
[…] Fyrr í dag fjölluðum við um hvernig þessi afritun fer fram í Android og iOS stýrikerfinu en hér sést hvernig þetta er gert í Windows Phone. […]
Comments are closed.