iOS tilkynningar á Android Wear (myndband)

Ef þú ætlar að fjárfesta í snjallúri þá skiptir máli hvernig síma þú parar við það. Samsung Galaxy Gear úrin virka einungis með Samsung símum, Pebble úrin virka með flestum Android og iPhone símum og Apple Watch mun bara virka með iPhone símum.

Sjá einnig: Allt sem þú þarft að vita um Apple Watch

Nú hefur forritara tekist að kalla fram iOS tilkynningar á Moto 360 úr. Samkvæmt vangaveltum 9to5Mac er iPhone síminn í myndbandinu líklega ekki jailbreak-aður en mögulega er búið að eiga við Android Wear stýrikerfið.

Fyrir iPhone notendur sem geta ekki beðið eftir Apple Watch þá mælum við með Pebble úrunum til að fá svipaða virkni með iPhone. Apple Watch kemur út í apríl en Pebble úrin hafa verið fáanleg síðan 2013.

Heimild: 9to5Mac