Fyrstu myndir af Samsung Galaxy S6?

Franska tæknisíðan nowhereelse.fr birti í dag myndir af því sem virðist vera ytra byrði nýs snjallsíma frá Samsung. Líkt og Samsung Galaxy Alpha sem við fjölluðum um nýlega, er síminn úr áli en ekki plasti eins og fyrri Galaxy S símar.

Þessi stefnubreyting hjá Samsung að gefa út snjallsíma með álramma er mjög jákvæða að okkar mati og vonandi fáum við að vita meira um tækið á CES í vikunni.

Heimild: Nowhereelse.fr