Nýjasta Android flaggskipið tilkynnt – Nexus 5

Það var heldur betur góður dagur í dag fyrir Android áhugamenn! Google tilkynnti ekki bara KitKat uppfærsluna fyrir Android heldur einnig nýjasta Nexus símann. Fyrir þá sem ekki vita eru Nexus tækin nokkurskonar flaggskip Android og eru hönnuð í nánu samstarfi við Google. Tilgangurinn með tækjunum er að sýna Android stýrikerfið án breytinga og viðbóta frá framleiðendum ásamt því að sýna hvað stýrikerfið hefur upp á að bjóða. Nexus tækin fá allar uppfærslur beint frá Google og eru fá því alltaf nýjustu uppfærslurnar fljótlega eftir að þær eru tilkynntar.

learn_intro_1200

Nýjasti meðlimurinn í Nexus fjölskyldunni er Nexus 5 og er, eins og Nexus 4, smíðaður af LG. Google segir símann vera „búinn til fyrir það sem skiptir máli“. Það virðist vera sérstök áhersla á myndavélina í símanum og kynnti Google m.a. HDR+ möguleikann í KitKat uppfærslunni sem er sérstkalega hannaður fyrir Nexus 5. Að öðru leyti skartar síminn 5″ skjá með upplausn í fullri 1080p háskerpu, 2,3 GHz fjórkjarna Snapdragon 800 örgjörva, 4G stuðning, 2GB í minni og þráðlausa hleðslu. Síminn kemur bæði í svörtu og hvítu og er hægt að fá 16 GB og 32 GB útgáfur.

Síminn lítur ansi vel út og er hann byggður að miklu leyti á sama innvolsi af LG G2 sem hefur verið að gera það gott undanfarið. Nexus 5 er seldur beint af Google á $350 (16 GB) og $400 (32 GB). Það kemur því líklega ekki á óvart að hann seldist upp í Bandaríkjunum á innan við klukkutíma. Ekki er vitað hvað síminn mun kosta á Íslandi en við ætlum að skjóta á að hann verði á eitthvað í kringum 100 þúsund krónur.

[youtube id=”hQ0XTJqFLIE”]

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] á milli tækja og upplifunin að vera sú sama. Ég er að keyra Android L Developer Preview á Nexus 5 og eitt af því fyrsta sem síminn bauð mér upp á við uppsetningu var að sækja stillingar […]

Comments are closed.