HTC One M9 Kynntur

HTC-One-M9-Goes-Official-Snapdragon-810-20MP-Camera-and-Android-5-0-Lollipop-474553-13

Um helgina kynnti HTC uppfært flaggskip, HTC one M9. Síminn er er uppfærsla á M8 sem kom fyrir ári sem aftur var uppfærsla á M7 sem kom ári áður. Allir símarnir deila sömu hönnun þótt hún hafi tekið örlitlum aðlögunum.

HTC One M9 kemur með 5″ skjá, 1920×1080, Gorilla Glass 4 og uppfærðu Sense viðmóti (7.0).

Síminn inniheldur fjórkjarna Qualcomm Snapdragon 810 örgjörva, 3GB vinnsluminni og 32GB geymsluplássi.  Adreno 430 grafískur örgjörvi sér til þess að allt keyrir hnökralaust.

Það helsta sem M8 (og M7) voru gagnrýndir fyrir var myndavélin. Hún lofaði í fyrstu góðu. HTC ætlaði að fókusa á myndgæði, og þá aðalega getu í lélegum birtuskilyrðum. En það mistókst og myndavélin olli talsverðum vinbrigðum. HTC ætlar sér að laga þetta með M9. 20,7 milljón díla myndflaga, dual LED flass. 4K video upptaka, 720p á 120 römmum. Myndavélin á frammhliðinni er 1080p fjögurra milljón díla.

 

HTC-One-M9-Goes-Official-Snapdragon-810-20MP-Camera-and-Android-5-0-Lollipop-474553-11

Allt þer þetta flottur pakki og myndavélin ætti að gera góðan síma frábæran. Síminn er virkilega fallegur og raunar ennþá fallegasti síminn á markaðnum þótt hönnunin sé orðin þriggja ára. En það er spurning hvort þessi uppfærsla sé nóg? Þótt hönnunin sé sannarlega góð þá  hefur hún lítið sem ekkert breyst frá M7. Ein breyting með tilkomi M9 er að hægt er að fá síma í tveimur litum, til dæmis silfur bakhlið með gullrönd.

HTC-One-M9-Goes-Official-Snapdragon-810-20MP-Camera-and-Android-5-0-Lollipop-474553-14

Meira að segja Apple, sem er íhaldsamasta fyrirtækið á markaðnum þegar kemur að hönnun, uppfærir sína síma á 2ja ára fresti. Það er líka spurning hvort þeir sem gengu fram hjá M7 og m8 í hillunum án þess að kaupa þá muni allt í einu láta glepjast af M9. En fyrir þá sem kunna að meta hana þá bendir allt til þess að HTC M9 verði frábær sími.

maxresdefault HTC-One-M9-Goes-Official-Snapdragon-810-20MP-Camera-and-Android-5-0-Lollipop-474553-9 HTC-One-M9-Goes-Official-Snapdragon-810-20MP-Camera-and-Android-5-0-Lollipop-474553-8HTC-One-M9-Goes-Official-Snapdragon-810-20MP-Camera-and-Android-5-0-Lollipop-474553-12HTC-One-M9-Goes-Official-Snapdragon-810-20MP-Camera-and-Android-5-0-Lollipop-474553-6onem93bfe.0