Svona munu karlmenn nota Google glass – Myndband
[youtube id=”8UjcqCx1Bvg” width=”600″ height=”350″]
Eftir að Google kynntu nýjasta tækniundrið Google Glass hafa margar mismunandi skoðanir sprottið upp. Ýmsir telja að með þeim verði samband manns við tækni tekið á næsta stig, aðrir telja þau vera njósnatæki hannað til þess að slá friðhelgi einkalífsins út af borðinu. Eitt er þó víst, með tækinu koma miklir möguleikar til aukinnar samfélagslegra samskipta. Fólk mun geta notfært sér gleraugun til ýmissa hluta og eins og þessi heimildarmynd sýnir okkur munu gleraugun koma sér afar vel fyrir óörugga karlmenn á stefnumótum. Með gleraugunum eru óþrjótandi möguleikar til þess að bæta við samræðurnar, fanga minningar með myndavélinni og fá aðstoð tryggra vina við vandamál sem gætu komið upp. Í þessu myndbandi má sjá að með gleraugunum munu vandræðalegar þagnir og athyglisleysi heyra sögunni til.