Nedrelow iPad umslag: einföld vörn úr sjálfbærri ull

Það að eiga iPad er ákveðin tískuyfirlýsing. Tækið er fallega hannað og oftar enn ekki vilja eigendur slíkra tækja verja það. Það er þó ekki hægt að nota hvaða vörn sem er, heldur þarf vörnin helst að líta vel út. Það eru til ýmsar tegundir af varnarhlífum fyrir iPad: töskur, hulstur, plastfilmur og umslög. Umslög henta best fyrir þá sem eru ekki með neitt hulstur utan um tækið og vilja helst hafa það laust.

Nedrelow iPad umslögin eru mjög einföld, en flott, og eru gerð úr 100% sjálfbærri ull. Það er því hægt að nota þessi umslög án þess að fá samviskubit! Umslögin eru til fyrir iPad, iPad Mini, iPad Air, iPhone og MacBook Air. Umslögin koma í tveimur litum, ljós- og dökkgráum og líta  báðir litir mjög vel út. Umslögin eru látlaus og passa vel fyrir hvaða hipster útlit sem er. Til eru þrjár tegundir fyrir iPad: venjulegt, fyrir smart cover og með auka vörn. Munurinn á þeim er sá að smart cover umslagið er með aðeins rýmra plássi og passar nákvæmlega fyrir iPad með smart coveri á meðan að hin eru liggja alveg upp að skjánum og baki. Auka varnar umslagið er með auka ullarlagi að framan til þess að verja skjáinn. Umslögin eru sérhönnuð til þess að passa nákvæmlega á það tæki sem það er ætlað fyrir. Í fyrstu er svolítið erfitt að koma tækinu í umslagið, en eftir nokkur skipti verður það auðveldara.

nedrelow sleeve1

Nedrelow umslögin eru saumuð á hliðunum og botninum sem verður til þess að þar verður mjúkt lag sem ver tækið fyrir hnjaski ef það dettur. Eitt það besta við umslögin er að það er hægt að þrífa þau. Ef það verður skítugt eða það festist blettur í því er ekkert mál að þrífa það með blautri tusku og jafnvel ullarsápu ef bletturinn er erfiður. Þeir mæla þó ekki með að geyma það lengi í vatni því að þá getur umslagið aflagast.

Það er hægt að nota umslagið sem mottu fyrir tækin og koma því í veg fyrir rispur af hrjúfu yfirborði. Þau eru þó nokkuð sleip og mér fannst tækið renna auðveldlega ef ég var ekki með smart cover. iPad Mini umslögin kosta frá $24.99 (~2.900 kr.) og iPad umslögin eru frá $29.99 (~3.400 kr). Hulstrin með auka vörn eru þó dýrari og er hægt að skoða úrvalið fyrir önnur tæki á síðunni hjá Nedrelow.

nedrelow sleeve3

Kostir

  • Góð vörn
  • Falleg hönnun
  • Auðvelt að þrífa
  • Gert úr sjálfbærum efnum

Gallar

  • Sleip þegar tæki eru lögð ofan á