Hvað er nýtt í iOS 7?

Eins og þriðjungur þjóðar þá uppfærði ég stýrikerfið á iPhone 4s símanum mínum upp í iOS 7 á miðvikudaginn og ákvað að deila hér reynslu minni á því eftir fyrsta sólahringinn í notkun.

iOS 7 var beðið með mikilli eftirvæntingu víða um heim eins og reyndar virðist vera raunin með allt sem Apple ákveður að föndra og senda frá sér. Ég get ekki sagt að ég hafi misst svefn vegna spennings þar sem ég er almennt mjög efins með allt sem heitir hugbúnaðaruppfærslur frá Apple, því mín reynsla af uppfærslum á stýrikerfinu í tölvunni minni hefur yfirleitt verið sú að tölvan mín verður bara hægari í hvert sinn, sem fær mig svo í beinu framhaldi til byrja að réttlæta fyrir mér kaup á nýrri tölvu.

Í gærkvöldi ákvað ég samt að láta vaða og uppfærði í iOS 7 þar sem mér þótti það mun meira spennandi heldur en lærdómurinn sem beið mín. Til að fresta lærdómnum ennþá frekar lá ég yfir ýmsum smáatriðum og því mæli ég með að þið hafið rjúkandi kaffibolla við hönd til að komst í gegnum alla greinina.

Uppfærslan sem slík var mjög auðveld og sársaukalaus í framkvæmd og voru öll gögn enn inn á símanum að henni lokinni. Þetta er ekki tilfellið hjá öllum og hef ég heyrt sögur um fólk sem tapaði öllum myndunum sínum eða fékk bara hluta gagnanna aftur inn á símann. Í frétt okkar á Simon.is um útgáfu iOS 7 voru lesendur hvattir til að taka afrit af gögnum áður en hafist er handa við að uppfæra símann, en í því felst bæði að taka hefðbundið afrit af símanum og að flytja öll keypt forrit af símanum yfir á tölvuna. Ég náði mér einnig í nýjustu útgáfu af iTunes áður en ég uppfærði.

iOS 7 Backup 02 iOS 7 Backup 01

Það fyrsta sem vakti athygli mína eftir uppfærslu var hversu léttara yfirbragð var yfir öllu, þynnra letur og bjartari og einfaldari tákn (icon). Ég byrjaði auðvitað á því að opna og fikta í því helsta sem ég nota í símanum til þess að sjá hvort ég gæti ekki fundið einhverjar breytingar til að fussa og sveia yfir, en komst að því að öll þau forrit sem ég nota í símanum voru búin að batna til munaðar bæði í útliti og virkni.

Lock Screen hefur fengið andlitslyftingu og hefur “slide to unlock” röndin fengið að fjúka og er nú hægt að “slide-a” hvar sem er á skjánum, sem er mun þægilegra, því hver hefur ekki lent í baráttu við þessa blessuðu rönd. Það sama á við um “swipe to answer” þegar maður svarar í símann, nú er kominn breiðari reitur og maður þarf ekki að “slide-a” alla leið til að svara, sem gat verið óþolandi og missti ég af þó nokkrum símtölum þar sem þessi blessaða swipe rönd vildi ekki alltaf fara alla leið (það eru örugglega fleiri en ég sem hafa bölvað í hljóði eða upphátt út af því).

Slide to unlock iOS 7  Slide to unlock iOS 6

 

Í iOS 7 má finna tvær mjög nytsamlegar valmyndir sem auðvelda mér að minnsta kosti lífið;

Sú fyrri er að ef maður strýkur fingrinum upp frá neðsta hluta skjásins opnast Control Center sem gefur manni flýtileið til að kveikja og slökkva á Airplane Mode, Wifi, Bluetooth, Do Not Disturb og Screen Orientation. Í þessari valmynd er einnig hægt að hækka og lækka birtustig og stjórna tónlistinni. Neðst í valmyndinni er svo að finna fjórar flýtileiðir til að opna tímamælinn (timer), reiknivélina, myndavélina og síðast en ekki síst vasaljósið sem er nýjung og notast við myndavéla flash símans og gefur því nokkuð góða birtu.

iOS 7 Control Center

Seinni valmyndin er virkjuð með því að strjúka fingrinum frá efri hluta skjásins og niður og opnast þá yfirlit yfir daginn í dag eins og hann lítur út í dagatalinu og fyrir neðan birtist texti sem greinir frá næstu viðburðum, síðan á kvöldin breytist textinn og birtir yfirlit fyrir næsta dag. Þetta er eitthvað sem er alveg sérstaklega hentugt fyrir þá sem nota dagatalið mikið til að skipuleggja sig, eins og ég geri þar sem mér virðist vera ómögulegt að leggja nokkuð á minnið lengur. Í sömu valmynd má einnig finna tilkynningar frá öðrum forritum.

ios 7 Calendar

Leit í símanum hefur verið gerð aðgengilegri og er nú hægt að strjúka fingri niður skjáinn til að fá inn leitarstikuna á hvaða Home Screen sem er, til samanburðar í iOS * Il est generalement plus facile de faire vos devoirs avant de vous inscrire a n’importe quel Internet Casino Royaume-Uni. 6 þarf að fletta lengst til vinstri til að fá upp leitina.

iOS 7 leit

Að færa sig á milli opinna forrita er nú mun auðveldara og eins er maður fljótari að loka opnum forritum. Með því að tvísmella á Home hnappinn fær maður upp lista af opnum forritum og getur flett á milli þeirra og dregur þau einfaldlega upp til að loka þeim.

iOS 7 tasks

Þegar það kemur að notkun símans þá er ég nokkuð einfaldur og nota mest megnis Apple staðalbúnað eins og dagatalið, póstinn, podcast, vekjara/áminnara, myndavélina og síðan hlusta ég á tónlist. Það var því unaður að opna þessi forrit og sjá að Apple hefur ákveðið að jarða Skeuomorphism áráttu sína sem einkenndi flest öll forrit þeirra í iOS 6, þ.e.a.s. árátta þeirra til að láta notendaviðmót forrita líta út eins og eitthvað efnislegt. Sem dæmi um það má nefna leðurbunda dagatalið og gulu línustrikuðu blöðin í Notes. Fyrr á árinu neyddist Apple til að uppfæra podcast viðmótið sem reyndi að líkja eftir segulbands upptökutæki sem á ekkert skylt við að streyma efni í gegnum netið. Meira að segja Microsoft datt ekki í hug að taka þátt í svona vitleysu þegar þeir hönnuðu Windows 8. Það eru samt ekki allir jafn vissir um ágæti þessa fráhvarfs.

iOS 6 vs iOS 7 Game Center  iOS 6 vs iOS 7 Notes

 

Dagatalið er orðið mun læsilegra og þægilegra er að færa viðburði á milli daga. Einnig er kominn leitarvalmöguleiki sem ég man satt best að segja ekki hvort hafi verið þarna áður, en er að minnsta kosti orðinn sýnilegur.

iOS 7 dagatal

Myndavélin fékk einnig andlitslyftingu og er nú orðin líkari því viðmóti sem flestir eru orðnir vanir með notkun Instagram. Auk þess er kominn inn valmöguleiki sem leyfir manni að velja um 8 photo filters. Nú er einnig orðið mun einfaldara að deila myndum og er hægt að velja margar myndir og senda í einu.

iOS 7 Filters  iOS 7 Camera

 

Það er aðeins tvennt sem ég er búinn að láta fara í taugarnar á mér við iOS 7, annarsvegar finnst mér rafhlaðan tæmast mun hraðar en áður og var hún ekki að duga lengi fyrir, en aukin eyðsla rafhlöðu virðist vera viðloðandi við flestar stórar uppfærslur sem Apple sendir frá sér og oftast er þetta vegna nýrra fídusa. Á osxdaily.com kom inn grein í fyrradag sem fer yfir hvernig koma má í veg fyrir þetta. Hinsvegar tók ég eftir því að núna þegar maður opnar og lokar forritum í símanum, þá opnast þau og lokast með voðalegum sjónrænum tilþrifum sem gera í raun ekkert nema að hægja á notandanum, því þessi sýning tekur tíma og maður getur ekkert gert fyrr en henni er lokið. Til að sjá hvað ég á við getið þið prófað að ýta á Settings táknið og ýta svo strax á Home hnappinn, í stað þess að lokast um leið og ýtt er á hnappinn þá þarf þessi animation að klárast áður en það gerist, en ég trúi ekki öðru en að þetta verði lagað í einhverri af næstu uppfærslum.

Eftir þennan fyrsta sólahring með iOS 7 virðist vera að ég geri flest til að fresta lærdómi og liggi í staðin yfir einhverjum smáatriðum í símanum. En þetta er nú engu að síður bara hluti þeirra nýjunga sem finna má í iOS 7. Fyrir ítarlegri lista getið þið meðal annars skoðað vefsíðu Apple.

Það væri gaman að sjá hvað aðrir notendur eru að uppgötva og reka sig á.

Hvað finnst ykkur vera helstu kostir/gallar iOS 7?

Þið megið endilega deila með okkur ykkar hugleiðingum hér í athugsemdum.

 

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] svartar og hvítar útgáfur og svo eftir nokkur skeið koma litirnir. Stýrikerfið fékk einnig uppfærslu á sama tíma og er það orðið mun litríkara og sneysafullt af nýjum eiginleikum. C stafurinn […]

Comments are closed.