Music Hack Day haldinn í fyrsta skipti á Íslandi 27. – 28. okt

Music Hack Day er alþjóðlegur 24 tíma viðburður þar sem forritarar, hönnuðir og listamenn koma saman og vinna að nýsköpunarverkefnum tengdum tækni og tónlist. Hugbúnaður, vélbúnaður, vefur, hljóðfæri, öpp eða list, það er allt leyfilegt svo lengi sem það tengir saman heima tónlistar og tækni.

Mynd: Thomas Bonte

Um er að ræða alþjóðlega röð viðburða en síðan 2009 hafa verið haldnir hátt í 30 Music Hack Day dagar með meira en 2000 þátttakendum. Í lok október fer Music Hack Day fram á Íslandi í fyrsta sinn, dagana 27.-28. október munu 100 þátttakendur koma saman í Háskólanum í Reykjavík. Meðal styrktaraðila Music Hack Day í Reykjavík eru Spotify, SoundCloud, CCP, Deezer, GreenQloud og TM Software. Music Hack Day lýkur með kynningum á afrakstri vinnunnar og er fjölmiðlum og almenningi velkomið að mæta og sjá og heyra í “hökkum” helgarinnar

Tenglar:
Nánar um Music Hack Day í Reykjavík

Facebook viðburður