Tölvutek opnar stærstu tölvuverslun landsins
Tölvutek opnar stærstu tölvuverslun landsins í Hallarmúla á laugardaginn 31. Ágúst og heldur svakalega opnunarhátíð frá hádegi til miðnættis. Simon óskar Tölvutek innilega til hamingju með þessa fínu verslun og einhverjir útsendarar okkar verða á staðnum á morgun til að skoða pleisið.
Svakaleg dagskrá
Valdimar Guðmundsson byrjar hátíðina með því að flytja sín vinsælustu lög. Sirkus Íslands verður í fullu sprelli og fjöri með ótrúlegar sirkuslistir, blöðrudýr og Sirkusskóla. ELVIS og Marilyn Monroe verða á stjörnuteppinu þar sem hægt verður að stilla sér upp og fá mynd af sér á Facebook og verða verðlaun í boði fyrir alla stjörnuglaða meðan birgðir endast. RISA hoppukastalar verða í boði Pennanns Hallarmúla. Ýmsar kræsingar verða í boði en það verða þúsundir af SS Pylsum og Emmess Ís, Carnival Popp og sykursætu Candy Floss. Game TV mætir á svæðið ásamt heimsþekktum World of Warcraft spilara úr hinu sænska ofurliði „Nihilum“ sem mun sýna og spila á tölvu samsetta eftir sínu höfði yfir daginn.
Erlendir sérfræðingar koma frá heimsþekktum framleiðendum eins og GIGABYTE sem kynna nýjustu móðurborðin og skjákortin. Frá Thermaltake verða kynntar nýjustu línur af turnkössum og Tt eSPORTS kynnir sérhæfð leikjalyklaborð, leikjamýs og leikjaheyrnatól. Einnig verður kynnt ný fatalína frá Tt eSPORTS sem er sérhönnuð fyrir leikjaspilara með nýjungum sem nýtast við alla spilun. Frá Senheiser verða nýjustu heyrnartólin kynnt. Auðvitað verða svo einhver svakalegustu opnunartilboð sem nokkurn tíma hafa sést.
Nýtt og öflugt fyrirtækjasvið verður opnað og mun sérhæfa sig í þjónustu og búnaði fyrir smærri fyrirtæki en kynntar verða nýjar lausnir eins og örsmáar Brix vinnustöðvar frá GIGABYTE ásamt stórauknu úrvali í prenturum, tölvuskjám, netbúnaði og hverju því sem fyrirtæki gæti vantað. Guðmundur Bender mun leiða nýtt fyrirtækjasvið en Guðmundur er með áratuga reynslu í þjónustu og sölu á búnaði til fyrirtækja.
Aðeins um Tölvutek
Tölvutek í Hallarmúla verður með mikið úrval af tölvuvörum en Tölvutek er umboðsaðili fyrir einhverja stærstu framleiðendur tölvubúnaðar í heimi en þar eru merki eins og Acer, Packard Bell, GIGABYTE, Thermaltake, LaCie, Mushkin, BenQ, TRENDnet, Point of View, Silicon Power, McAfee og fjölda annarra vörumerkja en í úrvalið hjá okkur eru að bætast við framleiðendur eins og Plextor sem framleiðir geisladrif og öfluga SSD diska og Thonet&Vander sem framleiðir hágæða hátalara sem eru hannaðir í Þýskalandi og gefa alveg nýja upplifun á leikjaspilun, tónlist og kvikmyndahljóm.