Skjáskot: Andri Þór Sturluson

Ein helsta (og traustasta) fréttasíða landsins er sannleikurinn.com. Heilinn á bakvið síðuna, Tyrannosaurus Kex, hefur puttanum á púlsinum og færir Íslendingum réttar fréttir. Tyrannasaurus hefur reyndar reglulega verið sakaður um bæði rógburð og lygar en okkur er alveg sama um það, við höfum bara áhuga á símanum hans.

Hver ert þú og hvað gerir þú í lífinu?
Andri Þór Sturluson og kalla mig Tyrannosaurus Kex á netinu. Á og rek Sannleikurinn.com. Í lífinu hef ég það mottó að reyna að gera sem minnst fyrir sem mest laun.


Hvernig síma ertu með?
Samsung Galaxy SII og hann er á góðri leið með að verða besti vinur minn.


 

 

Hvað elskar þú við símann þinn?
Að hann er ekki framleiddur af Apple og hann gerir mér kleift að ritstýra síðunni minni hvar sem ég er.

Hvað þolir þú ekki við símann þinn?
Batteríið mætti endast betur. Ég nota hann svo mikið að ég þarf að hlaða hann á hverjum degi.

Þrjú uppáhalds öpp og af hverju?
Any.DO, sem er svona minnisforrit þar sem ég skrifa niður allt sem ég þarf að gera og muna. Reddit is fun, sem sér til þess að mér leiðist aldrei þar sem ég get skoðað Reddit.com hvar sem er. Pulse, sem sækir fyrirsagnir með hlekkjum af öllum fréttasíðum sem ég les og setur það upp aðgengilegt á einni síðu. Þá þarf ég ekki að fara inn á síðurnar sjálfar nema ég sjái áhugaverða fyrirsögn.

Þrír uppáhalds leikir og af hverju?
Borðspilið Settlers of Catan er komið á Android og er snilld. Andominion sem er útgáfa af borðspilinu Dominion fyrir Android. Eitthvað skákforrit sem ég man aldrei hvað heitir en hefur bara eitt erfiðleikastig – Fokking ómögulegt. Ég ætla ekki að deyja fyrr en ég vinn allavega eina skák.

Hver er draumasíminn þinn?
Minn sími. Þetta var ást við fyrstu sýn.

Hvað ætti að vera hægt á símum sem er ekki hægt í dag?
Gefa öðrum raflost. Þegar snjallsímar verða loksins orðnir rafbyssur líka þá fyrst verður gaman.

Knús!