Stjórnaðu iTunes með símanum

Remote for iTunes Pro er forrit fyrir Android síma sem gerir þér kleift að stjórna iTunes spilaranum í tölvunni þinni. Forritið er mjög auðvelt í uppsetningu og virkar bæði fyrir Windows og Mac tölvur. Forritið tengist iTunes í gegnum WiFi og það þarf ekki að setja upp auka forrit í tölvuna til þess að það virki. Eini gallinn sem ég fann við það er útlitið. Það lítur út fyrir að 10 ára gamall krakki hafi hannað það. Helsti kostur þess er að það kostar ekki krónu!

 

Android Market

Android Market