Ferskt Mangó

Microsoft byrjaði að dreifa nýrri uppfærslu af snjallsímastýrikerfi sínu nýlega. Stýrikerfið sem um ræðir er kallað Windows Phone 7.5 og útgáfan fékk vinnuheitið Mango. Simon.is fékk lánaðan Mango síma frá Microsoft á Íslandi og er búið eyða heilmiklum tíma í að prófa þá útgáfu til að geta frætt ykkur kæru lesendur um kosti og galla þess stýrikerfis. Samkvæmt kynningu frá Microsoft hefur uppfærslan að geyma 500 viðbætur og lagfæringar! Tvær af þeim eru stafirnir Þ og Ð á lyklaborðinu!

Síminn sem um ræðir er LG E900 Optimus 7 sem ég einmitt prófaði á sínum tíma með Windows Phone 7 þegar það kom út. LG E900 er fínasti sími, en ekki sá nýjasti. Hann er með 1 Ghz örgjörva, 512MB vinnsluminni, 3,8″ skjá með 480×800 upplausn (með gorilla glass), 16GB geymsluminni og 5MP myndavél með flassi. Þetta telst enn þá daginn í dag vera mjög góður sími og ég verð að bæta við að þetta er besti LG snjallsíminn sem ég hef notað (og ég hef notað LG Black, Optimus One, Optimus 2X og Optimus 3D). Það gæti verið að stýrikerfið hafi haft áhrif á þá skoðun.

LG E900 Optimus 7

Hvað er nýtt?

Það er erfitt að reyna fjalla um 500 viðbætur. Skoðum þær sem eru mest spennandi!

  • Íslenskir stafir
  • Fjölverkavinnsla (multitasking)
  • Nýjungar í póstforritinu
  • People Hub
  • Ný talstýring (engin stuðningur við íslensku)
  • Office hub og Skydrive
  • Internet Explorer 9
  • Groups
  • Samskiptaforrit í bland við SMS
Íslenskir stafir
Þ og Ð viðbótin segir sig eiginlega sjálf, en hún virkar þannig að þú annað hvort heldur inni stöfunum T eða D og þá koma valmöguleikar fyrir Þ og Ð. Að mínu mati var WP7 næstum ónothæft án þeirra (ég skrifa miiikið af tölvupóstum í símanum).
Fjölverkavinnsla
Fjölverkavinnslan er frábær viðbót og vel útfærð hjá Microsoft (eða Palm?). Haldið er inni aftur á bak takkanum í stutta stund og þá bakkar skjámyndinn aðeins út og sýnir öll opin forrit í flekum. Svo er skimað (swipe) yfir á það forrit sem maður vill opna og smellt á glugga þess. Bara ef alt-tab myndi virka svona vel. Nota bene, það þarf að uppfæra öpp þannig að þau styðji fjölverkavinnsluna og er líklegt að mörg öpp styðji það ekki enn þá.
WP Mango Multitasking
Póstforrit
Póstforritið sem kemur með WP7 er án efa besta póstforritið sem ég hef notað í snjallsíma! Forritið er ótrúlega vel hannað (typografia himnaríki), með þægilegum flýtileiðum milli staða (skima snöggt til hliðanna), góðu letri, samræðusýn (conversation view) og sameinuð pósthólf (birtir mörg pósthólf á einum stað). Dagbókin er líka vel útfærð, og er ein af þeim fáum sem samstillir einnig verkefni (task) frá Exchange pósthólfum. Fyrir þá sem nota annað Exchange pósthólf eru óheppnir því það vantar stuðning við verkefni frá þriðja aðila  (t.d. Google Tasks og annað). Það er þó hægt að ná í atburði frá Facebook og birta í dagbókinni (eins og á Android símum).
People Hub
Windows Phone 7 er hannað með samskipti við annað fólk að leiðarljósi. Í People Hub safnar kerfið saman tengiliða upplýsingum úr mörgum mismunandi þjónustum, t.a.m Facebook, Windows Live, Outlook, Twitter, LinkedIn o.fl. Hægt er að tengja saman allar þessar þjónustur undir einum tengilið í símanum. Þannig að þegar ég vel tengilið í símanum þá fæ ég strax allar þær upplýsingar sem ég vil um hann, ég get hringt í hann með því að velja símanúmerið hans, get sent honum skilaboð á Facebook, MSN eða einfaldlega með SMS. Með því að renna valmyndinni til hægri fæ ég síðan allar facebook og/eða twitter færslur frá viðkomandi aðila. Renni ég einu sinni enn og sé ég þær myndir sem viðkomandi hefur sett á vefinn, sama hvort þær séu af Facebook eða Skydrive.

Í raun er algjörlega ónauðsynlegt að sækja sérhönnuð „öpp“ til að tengjast mismunandi samskiptaþjónustum. Þetta er allt aðgengilegt beint úr People Hub. Það er eins gott því að official Facebook app fyrir WP7 er nokkuð takmarkað, og ekki nálægt því eins skemmtilegt í notkun eins og Facebook „appið“ fyrir Android. Fólk hefur þó val um að sækja sérhæfð „öpp“ ef það er ekki sátt við People Hub.

Talstýring
Það er hægt að tala við Windows Phone síma, og skipa honum að senda SMS, svara tölvupóstum, leita að einhverju á netinu og margt fleira. Mjög fín raddstýring, en hún skilur þó ekki íslensku.
Eitt af því besta fannst mér Messages hlutinn. Hann býður upp tengingar við Facebook chat og Windows Live Messenger. Hægt er að logga sig inn á þá miðla alla í einu og spjalla við vini sína “frítt” yfir þráðlaust net. Það bitnar þó á líftíma rafhleðslu símans og var hún fljót að tæmast við notkun.
Office og Skydrive
Skydrive er snilldarþjónusta. Ég segi það hreint út. Ókeypis 25GB af geymsluplássi bundið við Windows Live reikninginn þinn er einfaldlega meira og betra en aðrir eru að bjóða upp á. Microsoft hafa líka gefið út að þeir ætli að bjóða upp á óendanlegt gagnamagn fyrir skjöl og myndir, þannig 25GB geta nýtist fyrir allt annað. Ég hef notað þessa þjónustu daglega í tvö ár þannig ég var fyrir vonbrigðum með WP7 að bjóða ekki upp á skjalavistun á Skydrive. Ég gat einungis vistað ljósmyndir á þessari þjónustu. Það er nú komið í lag með tilkomu Mango.

Office Hub er Office á ferðinni. Hægt er að skoða og breyta Office skjölum (Word, Excel), tengjast Sharepoint þjóni, nota Skydrive (frítt dropbox) og Onenote glósukerfið (uppáhalds). Þetta er án efa öflugasta Office kerfið sem ég hef séð á snjallsíma.  Nú er hægt að vista Excel, Word, Onenote og Powerpoint skjölin beint á Skydrive. Einnig er hægt að tengja þau við sharepoint svæði eða Office365. Í upphafi hélt ég að ég myndi lítið nota Office á símanum mínum, þar sem ég hefði ekki trú á því að það væri þægilegt. Ég hafði sannarlega rangt fyrir mér með það, og verð að viðurkenna að þetta er eitt af því sem ég nota mest í símanum. Ég er alltaf að opna og skoða vinnutengd skjöl í símanum. Hluti þessarar greinar er t.d. skrifaður í Word með símanum mínum á meðan ég horfði á sjónvarpið, og vistaðist sjálfkrafa á skydrive reikninginn minn svo ég gat gengið að skjalinu vísu þegar ég settist aftur við tölvuna til að halda áfram. Svona á skýþjónusta (Cloud service) að virka.

IE9
Fyrir Mango notaðisst WP7 við mobile útgáfu af Internet Explorer 7. Ágætis vafri, en átti til að birta síður vitlaust. Hann skoraði ekki nema 7 af 100 mögulegum á www.acid3.org prófinu sem prófar getu vafra til að birta vefsíður. Með tilkomu Mango hefur Microsoft innleitt mobile útgáfu af nýjasta vafra þeirra Internet Explorer 9 og er sá vafri mun hraðvirkari og betri, ásamt því að styðja HTML5. Ég hef ekki enn rekist á síðu sem að hann birtir vitlaust og fær núna 100 af 100 mögulegum á acid3 prófinu. Mikil framför. Til samanburðar þá náði Google Nexus S Android síminn sem ég hef notað undanfarið ekki nema 95 af 100 á acid3 prófinu.
Groups
Það sem kom mér skemmtilegast á óvart með Mango uppfærslunni er að nú get ég búið til lifandi flísar sem innihalda valda tengiliði. Svokallaðar grúppur. Ég hef t.d. eina grúppu undir fjölskyldumeðlimi, aðra undir vini og þriðju undir vinnufélaga. Þessar grúppur get ég svo fest á start valmyndina, og hjálpar það mjög við að halda henni hreinni. Áður var hún fljót að fyllast af hinum ýmsu tengiliðum sem maður vildi vera fljótur að finna.
Það sem heillar mig mest við þetta fyrirkomulag er að þegar ég fer inn í ákveðna grúppu þá fæ ég eingöngu Facebook eða Twitter eða LinkedIn stöðuuppfærslur frá þeim sem tilheyra henni og engum öðrum. Þetta er frábær virkni því oft hefur mér þótt Facebook hjá mér vera fullt af færslum frá fólki sem ég þekki í raun og veru lítið, og verð að viðurkenna að ég hef minni áhuga á að heyra. Fyrir mig gerir þetta WP7 stýrikerfið sjálft að besta Facebook “app” sem ég hef prófað.
SMS og spjall
Þegar þú hefur tengt þína samskiptamiðla og Live aðgang þinn við símann, þá er hægt að nota Messaging hluta símans fyrir spjall beint inn á Facebook og Live Messenger. Þú getur þá í raun spjallað “frítt” yfir þráðlaust net við vini þína. Þetta notar þó slatta rafmagn og síminn endist varla daginn með spjallið alltaf í gangi.

Samantekt

Manni finnst eins og WP7 hafi ekki alveg verið tilbúið til sölu á sínum tíma, og þá sérstaklega fyrir Íslenskan markað þar sem lyklaborðið gat ekki einu sinni skrifað íslensku. Það sem hefur pirrað mig mest með WP7 stýrikerfið, fyrir utan íslensku stafina, það vantaði fjölverkavinnslu (e. Multitasking), það var ekki hægt að velja eigin hringitón (er ekki örugglega 2011?), stillingar fyrir myndavélina núllstilltu sig alltaf milli notkunar og að það var ekki hægt að tengja Office pakkann við Skydrive.

Ég hef því beðið lengi eftir nýju uppfærslunni fyrir WP7, sem hefur gengið undir vinnuheitinu Mango. Allir gallarnir sem ég listaði upp hér fyrir ofan hafa verið lagfærðir í þessari uppfærslu. Eftir að hafa leikið mér með Mango núna í viku verð ég að segja að ég er hæst ánægður með uppfærsluna. Mér líður eins og ég sé með nýjan síma í höndunum, svo mikil er breytingin. Maður á erfitt með að skilja afhverju Microsoft fór með símann á markað eins og hann var fyrir Mango.

Windows Phone er mjög öflugt og vel hannað stýrikerfi. WP7.5 er þó aðeins eftir sínum samkeppnisaðilum (iOS og Android) en eru fljótt að minnka bilið.
Það er þó ýmislegt sem vantar og hér er það sem ég saknaði mest:
  • íslensk orðabók
  • íslenskt viðmót
  • Google search út frá Search takkanum
  • öpp (alltof fá)
Þessi grein var skrifuð af Atla Stefáni Yngvasyni, ásamt Guðmundi Sigmundssyni, gestagreinahöfundi Simon.is. Guðmundur er fjarskiptaverkfræðingur sem vinnur hjá fjarskiptafélagi á Íslandi.
5 replies

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] línan til höfuðs þeim og við skoðuðum ódýrustu útgáfuna, Nokia Lumia 610, sem keyrir Windows Phone […]

  2. […] líklega að fara breytast í náinni framtíð. Þrátt fyrir það er þetta mjög þróað og getumikið stýrikerfi. Metro viðmótið er byggist aðallega upp af Live tiles, eða tveimur dálkum af kubbum sem hægt […]

  3. […] Eins og við höfum áður fjallað um þá er Nokia Lumia 800 væntanlegur til landsins en nú er loksins búið að staðfesta að hann komi í sölu 2. mars. Nokia Lumia 800 er fyrsti snjallsíminn frá Nokia sem keyrir Windows Phone stýrikerfið frá Microsoft (WP7). Einn af kostunum við stýrikerfið er að það er samþætt samfélagsmiðlum eins og Facebook, Twitter, LinkedIn en einnig ýmsum þjónustum frá Microsoft eins og Xbox-live og fyrirtækjalausnir á borð við Exchange, Outlook, Office, Sharepoint og Lync. Nokia hefur einnig samþætt korta- og leiðsagnarkerfið sitt við Windows Phone, sem býður notendum upp á ókeypis GPS kort af Íslandi, og öllum heiminum. Hægt er að skoða ítarlega umfjöllun okkar um Windows Phone hér. […]

  4. […] Eins og við höfum áður fjallað um þá er Nokia Lumia 800 væntanlegur til landsins en nú er loksins búið að staðfesta að sala hefst 2. mars. Nokia Lumia 800 er fyrsti snjallsíminn frá Nokia sem keyrir Windows Phone stýrikerfið frá Microsoft (WP7). Einn af kostunum stýrikerfisins er samþætt samfélagsmiðlum eins og Facebook, Twitter, LinkedIn en einnig ýmis þjónusta frá Microsoft eins og Xbox-live og fyrirtækjalausnir á borð við Exchange, Outlook, Office, Sharepoint og Lync. Nokia hefur einnig samþætt korta- og leiðsagnarkerfið sitt við Windows Phone, sem býður notendum upp á ókeypis GPS kort af Íslandi og öllum heiminum. Hægt er að skoða ítarlega umfjöllun okkar um Windows Phone hér. […]

Comments are closed.