Entries by Valtýr Bjarki Valtýsson

Forrit sem njósnar um þig í svefni

Sleep as Android er alhliða Android forrit fyrir svefninn. Það noter hreyfinema (e. accelerometer), sem eru innbyggðir í snjallsímum, til að mæla hreyfingar í svefni. Svo forritið geti mælt hreyfingarnar þarf síminn að liggja á dýnunni í rúminu. Þegar þú vaknar geturðu skoðað á línuriti hvernig svefninn var. Á Y-skalanum er djúpsvefn (deep sleep) neðst […]

Apple slær sölumet með stæl

Í gær, þriðjudaginn 24. janúar, birti Apple óendurskoðað yfirlit yfir sölu fyrirtækisins á síðasta ársfjórðungi 2011 og spá fyrir fyrsta ársfjórðung 2012. Það má með sanni segja að salan hafi rokið upp því Apple setti met í sölu á iPhone og iPad tækjum. Fyrirtækið hagnaðist um ríflega 13 milljarða dollara af 46 milljarða dollara tekjum. […]

Stjórnaðu símanum í tölvunni með AirDroid

Með AirDroid er hægt að stjórna Android símanum í gegnum vafra yfir þráðlaust net. Forritið er mjög auðvelt í notkun. Það finnur sjálfkrafa IP töluna á símunum og býr til slóð og lykilorð sem nota skal í vafra í tölvunni. Það má segja að það búi til lítinn Android vefþjón, þegar það er tengt þráðlausu […]

Stjórnaðu iTunes með símanum

Remote for iTunes Pro er forrit fyrir Android síma sem gerir þér kleift að stjórna iTunes spilaranum í tölvunni þinni. Forritið er mjög auðvelt í uppsetningu og virkar bæði fyrir Windows og Mac tölvur. Forritið tengist iTunes í gegnum WiFi og það þarf ekki að setja upp auka forrit í tölvuna til þess að það […]

Samsung og Intel í samstarfi við nýtt Linux stýrikerfi

Tvö Linux hugbúnaðarfélög hafa tekið höndum saman við að þróa nýtt stýrikerfi fyrir farsíma og önnur tæki sem eru í samstarfi við Intel og Samsung Electronics. Aftur á móti segja sérfræðingar að nýja Tizen stýrikerfið eigi eftir að eiga erfitt með að ná nægilegri breidd í stuðningi á hönnun og framleiðslu til að geta keppt […]

The Infinite Black – MMO leikur

Í þessum magnaða MMO leik (massively multiplayer online game) stjórnar maður eigin örlögum og ræður hvort maður vill vera göfugur geimkaupmaður, stríðsmaður vetrarbrautarinnar, ósvífinn geimræningi eða yfirstjórnandi samsteypu. Á jörðinni, sem er upphafspláneta leiksins, fær maður úthlutað geimfar og heldur svo af stað út í óvissuna. Í fyrstu gengur leikurinn út á það að kanna […]

Paper Camera

Hér er á ferðinni nýtt og sniðugt myndavélaforrit fyrir Android og iOS sem gerir þér kleift að fanga augnablikin í þínu umhverfi á mjög stílíseraðan hátt. Forritið býður þér upp á að skoða umhverfi þitt með 11 mismunandi teiknimyndaeffektum í rauntíma. Einnig er hægt að fínstilla birtuskil, birtu og útlínur. Uppfærsla er í vinnslu á […]