Nexpo hátíðin fær nýtt heimili

Nexpo verðlaunahátíðin verður haldin í fimmta skiptið í mars næstkomandi. Líkt og fyrri ár verður vef- og markaðsfólki gert hátt undir höfði en því til viðbótar verður sérstök áhersla á nýsköpun á Íslandi.

Tæknivefurinn Simon hefur tekið við hátíðinni af fyrirtækinu Silent og mun hann annast framkvæmdina í samstarfi við Kjarnann og Klak Innovit .

Simon tekur við NEXPO

Davíð Lúther hjá Silent afhendir Atla Stefáni, ritstjóra Simon.is, Nexpo hátíðina

Verðlaun verða veitt í átta flokkum og bætast tveir nýir flokkar við í ár: sprotafyrirtæki ársins og besti markaðsárangur sprotafyrirtækis. Eins og áður verður vefhetjan á sínum stað ásamt vef og appi ársins.

Tilnefningar til Nexpo eru opnar öllum en eftir að tilnefningar hafa borist mun dómnefnd fara yfir valið og verður sigurvegari valinn í netkosningu. Atkvæði dómnefndar vega til helmings á móti netkosningu. Tekið verður á móti tilnefningum lok febrúar á vefsíðu Kjarnans kjarninn.is.

nexpo

Verðlaun verða veitt í eftirfarandi flokkum:

  • Vefhetjan
  • App ársins
  • Vefur ársins
  • Herferð ársins
  • Stafrænt markaðsstarf ársins
  • Besta óhefðbundna auglýsing ársins
  • Sprotafyrirtæki ársins
  • Besti markaðsárangur sprotafyrirtækis

Hér má sjá myndband af verðlaunahátíðinni í fyrra.

Fylgdu Nexpo á Facebook eða Twitter.

Nánari upplýsingar veitir Atli Stefán sem er hér að tísta og hér í pósti: atli@simon.is