Örlagahetjurnar
Lengi vel er hefð fyrir herkænskjuleikjum sem settir eru upp í ævintýraheimi þegar skoðaðir eru þeir leikir sem gerðir hafa verið fyrir borðtölvuna og leikjatölvur almennt. Margir hafa reynt að koma saman leikjum fyrir iOS og Android með mismiklum árangri en við á Símon erum nú að spila Örlagahetjurnar eins og við kjósum að þýða nafnið á leiknum eða Heroes of Destiny.
Hér er á ferð flottur hlutverkaleikur gerður af GLU Mobile, sem hefur verið mjög öflugt að pumpa út leikjum fyrir snjallsíma. Okkur finnst þessi leikur bera af því sem komið hefur út upp á síðkastið.
Aðalega er það formið sem hentar svona snjallsímum en það skiptir miklu að geta stokkið inn í leik og farið út án þess að missa dampinn og þessi leikur nær að hitta marks að okkar mati. Hann byggist upp á spilun á borðum sem tekur 2 til 4 mínútur að klára sem hentar vel þegar maður vill ná að drepa þennan aukatíma sem myndast yfir daginn af og til.
Notandinn stjórnar liði af fjórum hetjum við að ná fram markmiðum sínum sem er oftast að hreinsa námugöng af óværum eða bjarga litlum bæjum. Auðvelt er að stjórna leikmönnunum með því að gefa einfaldar skipanir, oft gleymist það þegar svona ævintýraleikir eru gerðir að ofgnótt takka henta ekkert sérstaklega vel þegar mikið er að gerast í leikjum sem keyra á síma með snertiskjá.
Leikurinn hefur helling af búnaði fyrir hetjurnar að notast við og hefur GLU staðfest að meira verður gefið út með komandi uppfærslum. Frítt er að sækja leikinn og að byrja að spila, þó er innbyggt eins og í flestum svona leikjum að hægt er að versla leikjapening fyrir leikinn sem mun flýta fyrir og auðvelda spilun leiksins til muna. Hvort það sé leikjum til happs yfir höfuð erum við ekki svo viss um því kostnaður við slíkt getur og er í flestum tilvikum miklu meiri heldur en að geta keypt leikina og eftir það notið þess að spila þá til enda án auka kostnaðar.
Hægt er að nálgast leikinn fyrir og iPhone
[youtube id=”_RWxnyAbFsE” width=”600″ height=”350″]