Betra Outlook fyrir snjallsíma
Microsoft gaf í síðustu viku út nýja útgáfu af Outlook fyrir iOS og Android. Fyrri útgáfur voru aðeins í boði í vafra. Outlook appið byggir að mestu á Acompli póstforritinu sem Microsoft keypti í lok síðasta árs. Margt er svipað með því og Mailbox og Inbox póstforritunum sem margir kannast við. Einnig vinnur appið betur með Office sem nú er einnig í boði fyrir bæði iOS og Android. Auðveldara er að vinna með fylgiskjöl og innbyggt dagatal er í appinu. Appið er bæði í boði fyrir iOS og Android en seinni útgáfan er komin styttra í þróunarferlinu og því ekki endanleg útgáfa. Við erum ennþá að prófa appið en fyrstu kynni lofa góðu. Náðu í frítt eintak fyrir þinn síma með tenglunum hér fyrir neðan.