Skjáskot: Friðrik Atlason – Regnboginn, X-J

Friðrik Atlason leiðir Regnbogann í Reykjavíkurkjördæmi suður. Hann er hagfræðinemi, á LG snjallsíma og notar Strætó appið mest af öllu. Hann gat ekki tekið skjáskot af símanum sínum en sendi okkur þess í stað mynd sem hann tók með símanum!

Hver ert þú og hvað gerir þú í lífinu? fridrikatlason
Ég heiti Friðrik Atlason og í geri margt í lífinu. Ég er hagfræðinemi, á stóra og skemmtilega fjölskyldu. Ég er núna í framboði fyrir Regnbogann og hef gaman af. Ég er friðarsinni og baráttumaður, feministi og náttúruverndarsinni.

Hvernig síma ertu með?
LG

Hvað elskar þú við símann þinn?
Elska yfirhöfuð bara manneskjur en mér líkar vel við geymsluplássið á símanum. Er með nokkur þúsund yndisleg SMS á honum sem gaman er að fletta upp öðru hvoru

Hvað þolir þú ekki við símann þinn?
Hann á það til að frjósa eða slökkva á sér. Svo tekur hann sig ansi oft til og hringir í fólk án þess að ég hafi beðið hann um það.

Þrjú uppáhalds öpp og af hverju?
Strætó appið er það eina sem ég er með. Nýtist vel við að komast að því hvenær strætó kemur

Telur þú að síminn muni nýtast vel við þingstörf?
Já, gera ekki allir símar það. Þarf maður ekki alltaf að vera hringja eitthvert og vera tilbúinn að svar allskonar

Hver er draumasíminn þinn?
Einhver sími sem hægt er að senda mann undir Regnbogann

Hvað ætti að vera hægt á símum sem er ekki hægt í dag?
Senda mann undir Regnbogann

Hver er frægasta manneskjan í símaskránni þinni?
Ómar Ragnarson

IMG016