Skjáskot: Birgitta Jónsdóttir – Píratapartýið, X-Þ
Birgitta Jónsdóttir er kapteinn fyrir Píratapartýið og býður sig fram í 1. sæti í Suðvesturkjördæmi. Birgitta á iPhone 4S en saknar margs sem var á Android kerfinu sem hún var áður á.
Hver ert þú og hvað gerir þú í lífinu?
Ég er aðgerðarsinni á Alþingi og lofa að vera áfram óþolandi flugan í tjaldinu
Hvernig síma ertu með?
iPhone 4s
Hvað elskar þú við símann þinn?
Að það er hægt að setja hann á silent og að ég geti gert nánast allt sem ég get gert í tölvunni minni en ég elska mest öll myndavélaöppin
Hvað þolir þú ekki við símann þinn?
Ýmis smáatriði sem vantar sem ég var búin að venjast úr Android kerfinu og hvað lokað kerfið er á iPhone
Þrjú uppáhalds öpp og af hverju?
Secure Chat, Twitter, Trip it – halda mér í sambandi við heima og heiman
Telur þú að síminn muni nýtast vel við þingstörf?
Hann hefur nú þegar gert það og mun halda áfram að gera það, því ég get náð í gögn sem tengjast vinnunni minni á hann, enn er nefnilega bannað að taka tölvur í þingsalinn, en ég mun halda áfram að berjast fyrir pappírslausu Alþingi
Hver er draumasíminn þinn?
Sá sem ég er með ef ég gæti náð í það sem ég sakna úr Android kerfinu, ég er nefnilega makkamanneskja og hef verið alla tíð
Hvað ætti að vera hægt á símum sem er ekki hægt í dag?
Að skanna vörur á þann máta að þú getir séð alla söguna á bak við gerð hennar
Hver er frægasta manneskjan í símaskránni þinni?
Það er leyndó