WWDC 2020

World Wide Developer Conference eða “Dub dub” er haldin árlega og er tækniráðstefna Apple. Ráðstefnan byrjaði í gær með lykilræðu starfsmanna Apple. 

Þar hefur Apple vanalega hitt þau sem þróa hugbúnað fyrir tækin þeirra, en í þetta skiptið var allt tekið upp fyrirfram og engir áhorfendur.

Apple kynnti uppfærslur á stýrikerfum sínum, sem eru orðin talsvert mörg: iOS14, iPadOS14, WatchOS7, tvOS14 (sem er líka fyrir Homepod) og síðast en síst MacOS11 sem fékk loksins nýtt heilt númer. Enginn vélbúnaður var kynntur þetta árið fyrir utan tölva fyrir hugbúnaðarframleiðendur.

iOS14 – iPhone

Nýr heimaskjár

iOS14 fær nýjan heimaskjá, sem er þar sem öppin hafa flatmagað. Nú verður hægt að taka skjágræjurnar eða widgets sem hafa átt heima á “Today” vinstri skjánum og setja þær á hvaða heimaskjá sem er. Það verður líka mun þægilegra að skoða öpp með nýja App library, sem tekur saman öpp í möppur sjálfkrafa byggt á vélanámi (machine learning). 

Ekki allur skjárinn

Siri og síma-appið hætta svo að taka allan skjáinn. Símtöl koma niður frá toppi svipað tilkynningum og Siri birtist neðst niðri. Svo verður hægt að nota mynd-í-mynd eða picture-in-picture mun víðar en áður hefur verið, eins og á Youtube. Þannig er hægt að athafna sig í einhverju öðru appi á meðan horft er á myndband. 

Bíllykill í iPhone

Svo verður hægt að breyta iPhone í bíllykil, og deila honum til annarra iPhone notenda með skilaboðum. Þetta virkar bara á nýjum bílum sem styðja tæknina og fyrsti bíllinn kemur út í næsta mánuði sem er BMW 540.

Þýðingar

Öll iOS tæki fá öflugt þýðingartól sem getur þýtt bæði texta og tal á 11 tungumálum. English, Mandarin Chinese, French, German, Spanish, Italian, Japanese,Korean, Arabic, Portuguese, and Russian will all be supported at launch.

Messages

Skilaboða-appið frá Apple fær stóra uppfærslu: þræðir, @ tilvísanir á fólk, uppáhalds spjall og ný memoji.

iPadOS14

iPadOS14 fær einnig þessar breytingar sem iOS14 býður upp á eins og nýja heimaskjáinn, minni símtöl og siri, þýðingar og fleira.

Apple Pencil

Penninn fær stóra uppfærslu, og getur iPad nú lesið úr öllu sem þú skrifar og inn á ýmsa staði eins og leitarglugga. Penninn getur líka teiknað þekkt form inn í Notes appið, eins og sexhyrninga og beinar línar, ef þú stoppar aðeins yfir fullteiknuðu tákni. Þegar ég sá þetta hugsaði ég “þetta er ótrúlegt, en verður aldrei í boði fyrir íslensku”. Tæknin heldur áfram að vera íslenskunni erfið.

tvOS14

Apple sjónvarpið fær loksins fjölnotendakerfi, þannig að allir á heimilinu eigi sinn aðgang og sinn heimaskjá með sínum öppum. Stærsta fréttinn finnst mér vera að 4K útgáfan geti spilað YouTube í 4K!

WatchOS

Úrið getur nú fylgst með svefni og hjálpað þér að sofa betur. Með Wind down fídusnum verður mun úrið, ásamt öðrum tækjum, hægt og rólega dimma skjái til að hjálpa þér að sofna.

Ef þú ert búinn að smíða andlit á úrið, þá verður nú hægt að deila þeim áfram.

Svo fær Activity appið nýtt nafn: Fitness og bætir við fullt af tegundum hreyfingar eins og dönsum. Það var einnig mikið unnið í hjólahreyfingu.

Úrið getur nú skynjað með hljóði og hreyfingu þegar þú þværð þér um hendur, og hjálpar þér með því að telja niður frá tuttugu sekúndum.

MacOS11 Big Sur

MacOS11 fær nýtt viðmót, sem svipar mjög til iPadOS í útliti. Sumir myndu segja að það sé verið að undirbúa MacOS fyrir fingur. 

Örgjörvaskipti

Enda er stærsta fréttin í ár að MacOS mun skipta um örgjörvasett, og færa sig yfir í ARM örgjörva sem Apple ætlar að framleiða sjálft. Þetta er þriðju örgjörvaskipti Apple, en síðast fór Apple frá PowerPC yfir til Intel. Apple hefur framleidd örgjörva fyrir snjalltæki sín í 10 ár og nú er komið að far- og borðtölvum. Apple ætlar að taka sér tvö ár í þessa breytingu, en er mikið verk að vinna. Með þessu nær Apple að auka hraða, ná niður kostnaði, stýra meiru við þróun á nýjum tölvum og minnka hita frá örgjörvum. Apple segist ekki vera hætt að framleiða tölvur með Intel örgjörvum, og sagði að það væru nýjar Intel tölvur í pípunum.

Upplifun

Tæknisenan er mjög ánægð með lykilræðu ársins, þrátt fyrir að áhorfendamissinn. Mörgum fannst Apple ná að sýna vel inn í fyrirtækið með skemmtilegum myndböndum. Það var næstum eins og við værum á staðnum.

Skemmtilegt af Twitter