Merki Samsung Galaxy S

Uppfært: Samsung símar bannaðir í Evrópu

Í dag féll dómur í Hollandi um sölubann á Galaxy snjallsímunum frá Samsung í flestum löndum Evrópu. Símarnir sem um ræðir eru Samsung Galaxy S, Galaxy S2 og Galaxy Ace, sem eru allt vinsælir símar hér á landi. Dómurinn samþykkir þó ekki allar fullyrðingar þess sem sækir. Fyrirtæki í Cupertino í Bandaríkjunum sækir málið fyrir dómstólnum í Hollandi og vill meina að Samsung sé að “afrita hönnun” sína á vörunum iPad og iPhone, sem og brjóta á einkaleyfum sínum. Dómurinn fellur á þau tæki sem nota ákveðna hreyfingu til að skipta um mynd í myndasafni. Einkaleyfið sem um ræðir er aðgerð sem er byggð á ákveðinni snertingu á skjánum (e. swipe), sem færir notanda yfir á næstu mynd í myndasafni símans. Samsung mun fá tækifæri til að lagfæra þennan hluta stýrikerfis símana (fjarlægja aðgerðina) innan 7 vikna.

Það þýðir þó ekki að málið sé dautt. Með þessum sigri getur Apple sótt svipað mál í Bandaríkjunum og jafnvel dregið önnur fyrirtæki í svaðið sem framleiða Android snjallsíma, þar sem aðgerðin er hluti af Android stýrikerfinu. Þetta er því mjög afdrifarík ákvörðun sem getur haft áhrif á neytendur í framtíðinni.

Uppfært klukkustund síðar: einkaleyfið nær til aðgerðinnar að sýna hluta af næstu mynd þegar þú skiptir um mynd með ákveðinni hreyfingu (picture preview while swiping). Undirrituðum finnst það frekar ótrúlegt að þetta einkaleyfi hafi verið gefið út til að byrja með. Það er nokkuð víst að þetta er ekki í hag neytenda snjallsíma og annarra snertitækja.

Skoðið upprunalegar fréttir hér:

http://www.zdnet.com/blog/btl/euro-ban-on-samsung-galaxy-smartphones-could-be-warm-up-for-us/55968

http://www.reuters.com/article/2011/08/24/us-apple-samsung-hearing-idUSTRE77N5G720110824

 

 

1 reply

Trackbacks & Pingbacks

  1. […] og app skjánum og “multitouch” hreyfingunni. Miðað við fréttir síðustu daga um lögsóknir Apple gegn Samsung var augljóst að Jobs ætlaði ekki að láta það viðgangast en fáa grunaði hversu mikið […]

Comments are closed.