Steve Jobs hættir sem forstjóri Apple

Þær fregnir bárust netheimum í gær að Steve Jobs hafi stigið til hliðar sem forstjóri Apple. Jobs tekur þessa ákvörðun af heilsufars ástæðum en hann hefur barist við veikindi í langan tíma og hefur í raun verið frá vinnu síðan í janúar á þessu ári. Tim Cook mun taka við starfinu en hann hefur hingað til starfað sem rekstrarstjóri fyrirtækisins. Þar að auki hefur hann verið starfandi forstjóri í þau skipti sem Steve Jobs hefur tekið sér frí vegna veikinda. Jobs mælti sjálfur með Cook sem arftaka í bréfinu sem sjá má hér fyrir neðan.

Hlutabréf í Apple Inc. stóðu í $376,18 við lokun markaða í gær. Eftir að fréttir bárust af brotthvarfi Jobs lækkaði svokallað “Pre-market” verð, þ.e. viðskipti með bréf utan opnunartíma kauphalla. Standa bréfin í Apple Inc. nú í $358 sem er nærri 5% lækkun. Það verður því fróðlegt að fylgjast með á eftir hvernig markaðurinn bregst við þegar kauphallir vestanhafs opna.

 

Mynd: mashable.com

 

Tilkynningin sem Jobs sendi frá sér í gær má lesa hér að neðan.

I have always said if there ever came a day when I could no longer meet my duties and expectations as Apple’s CEO, I would be the first to let you know. Unfortunately, that day has come.

I hereby resign as CEO of Apple. I would like to serve, if the Board sees fit, as Chairman of the Board, director and Apple employee.

As far as my successor goes, I strongly recommend that we execute our succession plan and name Tim Cook as CEO of Apple.

I believe Apple’s brightest and most innovative days are ahead of it. And I look forward to watching and contributing to its success in a new role.

I have made some of the best friends of my life at Apple, and I thank you all for the many years of being able to work alongside you.

Steve

Steve Jobs kynnir fyrstu kynslóð af iPhone 2007

 

Heimildir:
mashable.com
engadget.com