Tæknivarpið: Eplafyrirtækið er ekki að finna upp armbandsúrið

Þó stærstu tæknifyrirtæki í heimi séu nú að kynna nýjung í formi snjallúra má ekki gleyma því að fólk hefur gengið með úr um úlnliðinn í nærri 160 ár og á þau er komin þó nokkur reynsla. Gestur Tæknivarpsins að þessu sinni er því Magnús D. Michelsen, verslunarstjóri Michelsen við Laugaveg. Hann ræðir nýungarnar og ber saman við gömlu góðu græjurnar.

Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Bjarni Ben og Atli Stefán Yngvason. Auk þess að fjalla um snjallúrin kynna þeir nýja Chromebook Pixel 2 og við fræðumst um Meerkat, nýja myndbandsstreymisþjónustu.

 


Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér til hliðar, á síðu Kjarnans eða fáðu alla þættina beint í tækið þitt með hlaðvarpsstraum Kjarnans.
Áskrift í iTunes
Sækja RSS-straum