Posts

Af hverju slokknaði á Wikipedia? SOPA og PIPA á mannamáli

Nokkrar af stærstu vefsíðum heims lokuðu 18. janúar í mótmælum við tvö umdeild frumvörp sem liggja fyrir Bandaríkjaþingi. Frumvörpin ganga undir heitunum PIPA og SOPA. Frumvörpin fela í sér að Bandaríkjastjórn verði heimilt að slökkva á vefsíðum sem grunur leikur á að geti verið notaðar í þeim tilgangi að koma höfundarréttarvörðu efni í ólöglega drefingu.