Entries by Marinó Fannar

Leikur dagsins: Battleheart!

Framleiðendur Battleheart segja leikinn vera blöndu af hlutverkaleik og rauntíma herkænskuleik. Í honum setur þú saman fjögurra manna hóp og hefur úr að velja riddara, nornir, galdrakarla, múnka og fleiri fígúrur. Velja þarf hópinn vel þar sem hver persóna hefur mismunandi hæfileika og þurfa þær að vega hvor aðra upp. Þegar hópurinn hefur verið valinn […]

Er vinnupóstur í einkasímann málið?

Færð þú vinnupóstinn sendan í símann þinn? Snjallsímavæðing íslendinga gengur lygilega hratt og fylgifiskur þess er að sífellt fleiri kjósa að fá vinnupóstinn beint í símann. Það sem ekki endilega allir gera sér grein fyrir að þegar símar eru tengdir við Microsoft Exchange þjóna (algengustu gerðir af póstþjónum hjá stærri fyrirtækjum) þá fá fyrirtækin/vinnuveitandinn ákveðin réttindi […]

Umfjöllun: LG GT540 Optimus

LG GT540 er ódýr android sími sem kom út sumarið 2010 en hann gengur einnig undir nöfnunum LG Optimus og LG Swift. Þetta er annar android síminn sem LG framleiddi og tókst þeim ágætlega til þar sem síminn hefur fengið fínustu dóma. Þessi sími var í raun fyrsti ódýri android síminn sem kom á markaðinn […]

Verð á gagnaáskriftum – gamalt

Þegar maður er farinn að nota þessa smartsíma af einhverju viti þá er óhjákvæmilegt að skoða aðeins gagnapakkana sem símafyrirtækin bjóða uppá.  Við tókum saman verð á þessum pökkum hjá íslensku fjarskiptafyrirtækjunum og eins og sést í töflunni að neðan er verðmunurinn ótrúlega lítill.  Sama krónutalan hjá Vodafone og TAL en Síminn og Nova eru […]