Entries by Jói

Nokia Lumia 800 fær verðlaun í Bretlandi

Samstarf Nokia og Windows hefur vakið mikla athygli og fyrsta afurð þess hefur nú litið dagsins ljós með útgáfu Lumia 800. Síminn, sem keyrir á Windows Mobile 7.5 (Mango), er klárlega mjög glæsilegt tæki og hefur fengið fína dóma undanfarið. Ég hef enn ekki komið höndum mínum yfir gripinn til að kynna mér hann sjálfur, […]

Google Music komið úr beta – Myndband

Þá er tónlistarþjónustan Google Music loksins komin úr beta. Sem stendur er þjónustan aðeins í boði í Bandaríkjunum en með smá fikti er að sjálfsögðu hægt að nýta sér þetta hér á landi. Google Music er svar Google við tónlistarverslunum Apple (iTunes) og Amazon. Hér hefur notandinn möguleikann á því að setja alla sína tónlist […]

Samanburður á stýrikerfum snjallsíma

Það er ekki lengur bara einn valmöguleiki þegar kemur að því að velja sér snjallsíma, eins og þegar iPhone kom fyrst á markað. Apple átti snjallsímamarkaðinn lengi vel skuldlaust, en undanfarið hafa þeir loksins fengið einhverja samkeppni. En hver er eiginlega munurinn á öllum þessum stýrikerfum? Það getur verið mjög erfitt að vita hvað hentar […]