Entries by Gunnlaugur Reynir

Tæknivarpið – Hægt að panta íslenskan leigubíl í London

BSR-leigubílastöðin er búin að gefa út app þar sem hægt er að panta og greiða fyrir leigubíl. Appinu svipar til Uber-appsins sem hefur notið þónokkurra vinsælda erlendis. Appið á að vera aðgengilegt notendum bæði Android og Apple-tækja en það er enn í tilraunaútgáfu svo á því eru gallar. Axel Paul Gunnarsson náði til dæmis að […]

Betra Outlook fyrir snjallsíma

Microsoft gaf í síðustu viku út nýja útgáfu af Outlook fyrir iOS og Android. Fyrri útgáfur voru aðeins í boði í vafra. Outlook appið byggir að mestu á Acompli póstforritinu sem Microsoft keypti í lok síðasta árs. Margt er svipað með því og Mailbox og Inbox póstforritunum sem margir kannast við. Einnig vinnur appið betur […]

Piratebay komin upp aftur

Skráarskiptasíðan The Piratebay er kominn upp aftur eftir nokkra vikna fjarveru. Samkvæmt frétt TorrentFreak þá er flest allt eins og það var áður. Hinsvegar eru aðrir aðilar á bakvið þessa Piratebay síðu en voru áður, þar sem margir af upprunalegum stofnendum og virkum stjórnendum eru horfnir á braut. Fyrir þá sem voru notendur gömlu síðunnar þá er […]

Facebook Lite fyrir þróunarlöndin

Facebook hefur gefið út lite útgáfu af android appi sínu. Útgáfan er sérhönnuð fyrir kraftminni Android tæki eins og eru vinsæl víða í Afríku og Asíu. Það kom út um helgina í Bangladesh, Nepal, Nigeríu, Suður Afríku, Súdan, Sri Lanka, Víetnam and Zimbabwe. Ekkert hefur verið ákveðið um önnur lönd. Appið er aðeins 252 kilobyte að […]

Það er Apple að kenna að Nexus 6 er ekki með fingrafaralesara

Þeir sem hafa notað MotoX (eða Nexus 6) hafa tekið eftir stóru holunni á bakhlið símans. Hún virkar bæði stór og tilgangslaus þótt furðu þægilegt sé að hvíla vísifingur þar. Nú hefur lekið út að í upphaflegu hönnun Nexus 6 átti að vera fingrafaraskanni í holunni. Motorola var í viðræðum við fyrirtækið Authentec varðandi skannann. Þegar […]

Lögbannið og leiðir fram hjá því

Í liðinni viku var nokkrum fjarskiptafyrirtækum gert að loka fyrir aðgengi að vefsíðunum Deildu.net og ThePirateBay.  Lögbannskrafan er komin frá STEF (Samband tónskálda og eigenda flutningsréttar). Nú þegar eru Vodafone og Síminn búin að loka aðgangnum í sínum kerfum og allt bendir til þess að lögbannið muni á endanum ná til allra fjarskiptafyrirtækja á Íslandi. […]

Lumia 530 – Umfjöllun

Fyrir rúmu ári prófaði ég Lumia 520. Hann kom nokkuð vel út samanborið ódýra Android síma þess tíma og fékk þrjár og hálfa stjörnu í einkunn. Nú er komið að arftakanum, Lumia 530. Þótt 530 sé arftaki 520 þá er hann í raun talsvert ódýarari valkostur og að mörgu leyti afturför frá 520. Skjárinn er […]

Lenovo A3500 Spjaldtölva – Umfjöllun

Frá því að iPad kom út árið 2010 þá hefur markaður fyrir spjaldtölvur stækkað ört. iPad var, og er, dýr tölva og þótt iPad Mini sé aðeins ódýrari verður hún seint talin ódýr. Margir hafa engan áhuga á að eyða svo miklu í hlut sem þeir líta á sem leikfang.  Til að mæta þörf þeirra sem vilja iPad […]

Pebble sendir frítt til Íslands

Við hjá Símon.is höfum lengi haft augastað á Pebble snjallúrunum en verðið hefur verið of hátt fyrir marga. Nýlega lækkaði Pebble  verðið og eru, því til viðbótar, farnir að bjóða upp á fría heimsendingu hvar sem er í heiminum. Hingað komið kostar því venjulega Pebble rétt rúmlega 15.000 kr. og Pebble Steel rétt rúmlega 30.000 […]