Entries by Bjarni Ben

WWDC ráðstefna Apple hefst á mánudaginn

World Wide Developers Conference (WWDC) ráðstefna Apple hefst næstkomandi mánudag og stendur yfir í heila viku frá 10. – 14. júní. Tim Cook, forstjóri Apple, flytur lykilræðu klukkan 17:00 að íslenskum tíma á mánudaginn og má meðal annars búast við að Apple muni kynna iRadio tónlistarveituna sem svipar til Spotify og Rdio. Einnig má búast […]

Skilaboðaþjónusta Google kallast nú Google Hangouts

Google hefur nú sameinað helstu mynd- og skilaboða þjónustur sínar undir eina þjónustu sem kallast Google Hangouts. Í stað þess að bjóða upp á nokkrar þjónustur sem þjóna svipuðu hlutverki hefur Google sett allt undir sama hatt. Google Hangouts er fáanlegt sem app fyrir bæði Android og iOS en einnig sem viðbót við Chrome vafrann. Með […]

Google í samkeppni við Spotify

Eins og við sögðum frá í fyrradag er hin árlega Google I/O ráðstefna haldin þessa viku í San Francisco. Meðal þess sem var kynnt eru endurbætur á Google Music þjónustunni sem er núna komin í beina samkeppni við tónlistarveitur á borð við Spotify og Rdio. Þjónustan kallast Google Music All Access og eins og áður […]

Horfðu á Google I/O ráðstefnuna í beinni útsendingu

Google I/O ráðstefnan var að hefjast rétt í þessu og hægt er að fylgjast með beinni útsendingu á Youtube. Meðal þess sem við getum búist við að verði kynnt er ný útgáfa af Android, ný yfirhalning á Google Maps og vonandi nýjar fréttir af Google Glass. Símon mun birta helstu fréttir frá Google I/O 2013 […]

Facebook uppfærir iPhone og iPad appið

Í dag kom út ný útgáfa af Facebook fyrir iOS (iPhone & iPad). Meðal nýjunga er viðbót við Facebook spjallið sem kallast Chatheads eða spjallhausar eins og við kjósum að kalla það. Spjallhausar virka þannig að hringlaga mynd af viðmælandanum er alltaf á skjánum og því er Facebook spjallið mun aðgengilegra en áður. Hægt er […]

Nýr iPhone væntanlegur í sumar?

Wall Street Journal greinir frá því að Apple muni hefja framleiðslu á nýrri útgáfu af iPhone á öðrum ársfjórðungi þessa árs og muni líklega hefja sölu á símanum næsta sumar. Búist er við að þessi nýja útgáfa verði uppfærsla á iPhone 5 svipað og iPhone 4S var uppfærsla á iPhone 4. Apple er þekkt fyrir […]

Allt sem þú þarft að vita um Samsung Galaxy S4 – myndband

Nýr Samsung Galaxy S4 var kynntur í síðustu viku og er væntanlegur í apríl 2013. Helstu eiginleikar símans eru eftirfarandi: Átta kjarna 1,6GHz Exynos 5 örgjörvi 5″ skjár með 1080×1920 skjáupplausn (441 ppi) 13MP myndavél á bakhlið og 2MP á framhlið 2GB RAM 16/32/64 GB geymslurými microSD kortarauf (allt að 64GB) 4G stuðningur Li-Ion 2600 mAh […]

MSN verður hluti af Skype

Eins og margir vita þá hefur Microsoft tilkynnt að Windows Live Messenger þjónusta fyrirtækisins, MSN, verði hluti af Skype sem er ein vinsælasta samskiptaþjónusta heims. Þetta var staðfest í fyrra og á Skype blogginu kom fram að Microsoft hyggðist sameina þessar þjónustur í eina. Samruninn hófst í oktober 2012 þegar sjötta útgáfa af Skype var gefin út fyrir […]