Entries by Bjarni Ben

Íslenskar umræður um WWDC viðburð Apple á Twitter

Símon.is og Einsten hófu umræðuna um WWDC í gær á Twitter með kassmerkinu #WWDCIS. Það helsta sem kom fram á viðburðinum má lesa hér en við tókum líka það helsta sem fólk hafði að segja á Twitter. Það tók bara átta útgáfur fyrir ios að koma með gáfulegt lyklaborð. #wwdcis — Árni Torfason (@arnitorfa) June […]

WWDC 2014: Nýjungar fyrir iPhone og Mac kynntar

Hinn árlegi World Wide Developers Conference (WWDC) viðburður Apple byrjaði í dag og stendur yfir út þessa viku. Á viðburðinum sem var sýndur áðan voru helstu nýjungarnar í Mac OS og iOS kynntar. Þar ber helst að nefna Mac OS X Yosemite (10.10) sem kemur með uppfærðu og stílhreinu útliti og iOS 8 sem mun […]

WWDC ráðstefna Apple – við hverju má búast?

Apple fréttir verða líklega í brennidepli á tæknisíðum í dag því Apple World Wide Developers Conference (WWDC) fer fram núna á eftir klukkan 17:00 að íslenkum tíma. Mikið af upplýsingum hafa lekið undanfarið og starfsmenn Apple hafa gefið í skyn að stórir hlutir séu væntanlegir frá Apple á árinu.   Besta vörulína Apple í 25 […]

Horfðu á Google+ viðburð í beinni útsendingu

Google+ hefur unnið hörðum höndum á ýmsum uppfærslum undanfarið og hægt er að sjá kynningu núna í beinni útsendingu á Youtube. Meðal þess sem hefur þegar verið kynnt er uppfærsla á Hangouts appinu sem nú styður GIF myndir og SMS og uppfærsla á myndsamtölum. Fylgstu með beinni útsendingu hér: [youtube id=”al0k1Dia6E0″ width=”600″ height=”350″]

Nýr og þynnri iPad væntanlegur – myndband

Undanfarið hafa myndir af nýjum iPad lekið á netið og það helsta sem er breytt frá fyrri útgáfum er að sá nýji er minni og þynnri. Hönnunin svipar til iPad mini og því eru brúnir spjaldtölvunnar minni en á núverandi iPad.   Myndbandið að neðan sýnir samanburð á iPad 4 og hinum nýja iPad 5. […]

Google Talk/Hangouts skilaboð rata ekki til réttra viðtakenda

Svo virðist sem Google skilaboð sem fara í gegnum Hangouts og Talk spjallkerfið rati til rangra viðtakenda í dag. Erlendir fréttamiðlar hafa greint frá þessu og margir Twitter notendur eru mjög ósáttir með að skilaboðin þeirra rati til notenda sem áttu alls ekki að fá skilaboðin. Today…#GoogleTalk and #Hangouts are sending some messages to the […]

Sjónvarp framtíðarinnar: OZ-appið er komið út

Í dag kom út  OZ-appið, sem er gefið út af 365 miðlum í samstarfi við OZ. Það gerir notendum kleift að horfa á sjónvarpsdagskrána í snjalltækjum. Með appinu er hægt að horfa á Stöð 2, aukarásir Stöðvar 2 og RÚV í beinni útsendingu. En auk þess er hægt að stöðva útsendinguna ásamt því að spóla til baka […]

Apple kynnir iOS 7

Nú rétt í þessu kynnti Apple endurhannað iOS7 stýrikerfi á WWDC ráðstefnunni í San Francisco. Mikil eftirvænting hefur verið eftir þessari uppfærslu síðan Jony Ives tók við yfirumsjón með hönnun á hugbúnaði fyrirtækisins. Breytingarnar voru mun meiri en búist var við og ganga mun lengra en að breyta útliti og hönnun stýrikerfisins, því það hefur […]