Entries by Bjarni Ben

Dock Minimal – iPhone vagga eftir íslenskan hönnuð

Það verður seint sagt að það sé skortur á aukahlutum fyrir Apple vörur og nú er fáanleg minimalísk vagga sem íslenski hönnuðurinn Ísak Winther hannaði. Dock Minimal er ólík öðrum vöggum að því leyti að hún notar USB hleðslusnúruna sem fylgir með iPhone og það skiptir ekki máli hvernig hún snýr. Þannig er hægt að […]

Klámkóngar kæra HTC

Einn stærsti framleiðandi klámefnis í Bandaríkjunum, Vivid Entertainment, hefur gefið frá sér yfirlýsingu þess efnis að ef HTC endurnefni ekki HTC Vivid símtækið þá eigi fyrirtækið yfir höfði sér ákæru frá fyrrnefndum klámframleiðanda. Aðal áhyggjuefni Vivid Entertainment er að vörumerki þeirra verði ruglað saman við þetta nýja símtæki frá HTC sem kom út núna í […]

Samsung Galaxy S2 fær Android 4.0 (Ice Cream Sandwich) uppfærslu

Samsung í Bretlandi tilkynntu á twitter síðu sinni í morgun að Samsung Galaxy S2 snjallsíminn sem keyrir á Android 2.3 stýrikerfinu muni fá uppfærslu upp í Android 4.0 eða Ice Cream Sandwich eins og það er oftast kallað. Engin nákvæm dagsetning liggur fyrir en þetta eru góðar fréttir engu að síður. Það er þó óvíst […]

Er Kindle Fire frá Amazon "iPad Killer"?

Við greindum frá því fyrir nokkrum vikum síðan að Amazon Kindle Fire spjaldtölvan væri væntanleg og nú er hún loksins komin í sölu. Verðið á Kindle Fire er $199 eða um 40.000 kr. komin hingað til lands með virðisaukaskatti. Tölvan keyrir á Android 2.3 stýrikerfi og skartar 7″ skjá. Allar stærstu tækni- og fréttasíður vestanhafs […]

Skelfir – Nýtt íslenskt app fyrir Android síma

Skelfir er nýtt íslenskt Android app sem fyrirtækið Reon Tech framleiðir. Með appinu er hægt að fylgjast með jarðhræringum á Íslandi aftur í tímann. Appið er mjög einfalt en það sækir opinber gögn frá Veðurstofu Íslands og birtir þau bæði í lista og grafískt á korti. Að auki er svo hlekkur inn á vef Veðurstofunnar […]

Stríðsyfirlýsing Jobs: “Android verður eytt, sama hvað það kostar.”

  Það er ekki erfitt að lesa milli línanna að Steve Jobs, fyrrum forstjóri Apple, var ekki kátur með velgengni Android stýrikerfisins. Í nýútkominni ævisögu Jobs sakar hann yfirmenn Google um að hafa stolið ýmsum eiginleikum frá Apple eins og app skjánum og “multitouch” hreyfingunni. Miðað við fréttir síðustu daga um lögsóknir Apple gegn Samsung var augljóst að […]

Motorola kynnir nýjan snjallsíma – Droid Razr

Í gær kynnti Motorola nýjan snjallsíma sem hingað til var kallaður Spyder, Droid HD en fékk á endanum nafnið Droid Razr. Helstu eiginleikar: 1.2GHz dual core örgjörvi 4G LTE 1GB vinnsluminni 8 megapixla myndavél sem styður 1080p háskerpu upptöku 4.3″ AMOLED qHD skjár 7.1mm á þykkt – einn þynnsti snjallsími í heiminum í dag Síminn […]

Steve Jobs er fallinn frá

Apple sendu frá sér fréttatilkynningu áðan þess efnis að Steve Jobs væri látinn, 56 ára að aldri.     Fyrr í dag sendi Tim Cook, forstjóri Apple, eftirfaradi skilaboð á starfsmenn Apple:   Team, I have some very sad news to share with all of you. Steve passed away earlier today. Apple has lost a […]

Nýr iPhone 4S kynntur!

Enginn iPhone 5 Það verða að teljast gríðarleg vonbrigði að Apple hafi ekki kynnt nýjan iPhone 5 fyrr í kvöld. Hinn nýji iPhone 4S lítur alveg eins út og gamli iPhone 4 en hefur fengið smá uppfærslu. Það ber helst að nefna nýjan A5 dual core örgjörva og nýjan þrívíddarhraðal en myndavélin var líka uppfærð upp […]