Entries by Axel Paul

Android Wear: Nýtt snjalltækjakerfi frá Google

Google kynnti í dag Android Wear, nýtt stýrikerfi fyrir klæðanleg snjalltæki (e. wearables). Í fyrstu leggja þeir áherslu á snjallúr, en segja að í náinni framtíð munu enn fleiri tæki geta nýtt sér  stýrikerfið. Í myndbandi sem Google gaf út er sýnt dæmi um hvernig snjallúr geta nýtt sér Android Wear. Þar sést hvernig úrin nota […]

Já.is appið – Já takk!

Já.is hefur gefið út nokkur öpp í gegnum tíðina og sum eru betri en önnur. Nýja Já.is appið er hinsvegar stórgott og eitt best útlítandi íslenska app sem við höfum séð. Já.is appið er einfalt, það spyr “Hvað viltu finna?” og þú stimplar einfaldlega inn það sem þú vilt finna (með því að draga fingurinn lárétt […]

Lögregluþjónninn – Nýtt app frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur sennilega ekki farið framhjá neinum á samfélagsmiðlum. Þeir hafa verið einstaklega duglegir og frumlegir að nýta sér samfélagsmiðla til þess að bæta ímynd sína og koma ýmsum skilaboðum til landsmanna. Þeir ætla sér ekki að láta deigan síga og er nýjasta útspil þeirra að gefa út app fyrir Android og iPhone. […]

QuizUp er kominn á Android

QuizUp, spurningaleikurinn frá PlainVanilla sem hefur slegið í gegn á iOS er loksins kominn út á Android! QuizUp hefur verið í lokuðum prófunum um nokkurt skeið og fékk Símon að prófa appið. Fregnir herma að QuizUp sé einnig í lokuðum prófunum á Windows Phone og ætti vonandi að koma út þar í náinni framtíð. Fyrir þá […]

Nokia XL prófaður – Myndband

Nokia kynnti 3 ný tæki á MWC ráðstefnunni sem eiga að brúa bilið á milli Asha og Lumia símanna. Nýja línan heitir Nokia X og inniheldur ódýr snjalltæki. Það áhugaverðasta við línuna er að tækin keyra á Android en fyrir þá sem ekki vita var Nokia keypt af Microsoft í fyrra og kom þetta mörgum […]

Nýju Samsung Gear úrin í nærmynd

Samsung einokar nánast síðuna okkar um þessar mundir, enda ein vinsælustu tækin á markaðnum. Við kíktum ekki bara á S5 í dag, heldur einnig á Samsung Gear 2, Gear 2 Neo og Gear Fit snjallúrin. Helsta breytingin í nýju úrunum er án efa að þau keyra núna á Tizen stýrikerfi Samsung í stað Android. Hinn […]

Galaxy S5 prófaður á MWC – Myndband

Það hefur ekki farið framhjá neinum að Samsung kynnti Galaxy S5 og þrjú ný Gear úr í gær. Axel Paul frá Símon.is var á staðnum og fékk að prófa tækið í morgun. [youtube id=”ySzteHPhrnI” width=”600″ height=”350″] Síminn svipar mikið til Galaxy S4 í útliti og væri það ekki fyrir nýju bakhliðina þá væri erfitt að […]

Þetta er Samsung Galaxy S5 og nýju Gear úrin

Nýr sími með öðruvísi nýjungum Samsung kynnti í gærkvöld nýjasta flaggskipið í S línunni, Samsung Galaxy S5. Að þessu sinni er Samsung ekki með neina byltingu frekar en með S4. Síminn er aðeins betri en S4 og lítur aðeins öðruvísi út. Það helsta sem má nefna er að síminn er með 5,1” Full HD skjá, […]

Nedrelow iPad umslag: einföld vörn úr sjálfbærri ull

Það að eiga iPad er ákveðin tískuyfirlýsing. Tækið er fallega hannað og oftar enn ekki vilja eigendur slíkra tækja verja það. Það er þó ekki hægt að nota hvaða vörn sem er, heldur þarf vörnin helst að líta vel út. Það eru til ýmsar tegundir af varnarhlífum fyrir iPad: töskur, hulstur, plastfilmur og umslög. Umslög […]

Catchy – Þorir þú að spila þennan leik?

Hvað kostaði snjallsíminn þinn mikið? Þorir þú að henda honum upp í loftið til þess að verða stimplaður ofurhugi? Ef svarið er já þá ættir þú að skoða Catchy. [youtube id=”zDnuWPAJJTw” width=”600″ height=”350″] Catchy er app sem gengur út á að henda símanum sínum í loftið og grípa hann aftur. Appið notar vélbúnað símans til […]