Entries by Atli

Nýr HTC One – Myndir leka

HTC One M9 er á leiðinni og á að fá smá andlitslyftingu. HTC One M8 var nokkuð vinsæll Android sími og virðist hafa haldið HTC í baráttunni aðeins áfram. M8 var með nýstárlega myndavél með tveimur Ultrapixel myndflögum, sem skeytti myndum saman og gerði manni kleift að breyta um fókus eftir að mynd eftir hefur […]

Skjáskot: Davíð Lúther hjá Silent

Næstur í skjáskotinu hjá okkur er Davíð Lúther (@davidluther) frá Silent. Hver ert þú og hvað gerir þú í lífinu? Ég heitir Davíð Lúther, á 2 frábær börn og glæsilega eiginkonu. Ég starfa sem framkvæmdarstjóri hjá fyrirtækinu SILENT sem framleiðir skemmtilegt efni fyrir hina ýmsu miðla. Einnig er ég með puttana í því að koma […]

Nexpo hátíðin fær nýtt heimili

Nexpo verðlaunahátíðin verður haldin í fimmta skiptið í mars næstkomandi. Líkt og fyrri ár verður vef- og markaðsfólki gert hátt undir höfði en því til viðbótar verður sérstök áhersla á nýsköpun á Íslandi. Tæknivefurinn Simon hefur tekið við hátíðinni af fyrirtækinu Silent og mun hann annast framkvæmdina í samstarfi við Kjarnann og Klak Innovit . […]

Vivaldi – Nýr íslenskur vafri

Vivaldi er nýr íslenskur vafri úr smiðju Jón Von Tetzchner, fyrrum forstjóra og meðstofnanda Opera. Vivaldi er byggt af sprotafyrirtæki undir sama nafni sem starfar í Innovation House, sem er staðsett í Eiðistorgi. Vafrinn er ekki kominn út opinberlega, en hægt er að fá að prófa hann. Vivaldi er byggt á Chromium vefvélinni, sem er byggt […]

iPhone 6 umfjöllun: besti síminn í dag?

iPhone 6 kom út í haust og Simon fékk hann í prófanir í nokkra daga. Síminn er stórt stökk frá iPhone 5S, enda er iPhone endurnýjaður annað hvert ár með S útgáfum á milli hin árin á móti. Þá er farið í gegnum svokallað “re-tooling” eða ný framleiðslulína búin til. Ný hönnun, nýir spekkar, nýr […]

Samsung Galaxy Alpha umfjöllun

Eftir mörg ár af því að framleiða snjallsíma sem eru ekki iPhone, þá hefur Samsung hannað síma sem svipar til iPhone 5. Samsung hefur sérhæft sig í því að búa til síma sem eru stærri en iPhone, með fleiri fídusum en iPhone. En Galaxy Alpha er fyrsti síminn frá Samsung með álkanta, minni skjá en gengur […]

Sony Xperia Z3 umfjöllun

Zeta línan hjá Sony endurnýjast hratt, eða á sex mánaða fresti. Hún hefur allt það besta sem Sony hefur upp á að bjóða. Það sem hefur verið sérstakt við Zeta símana er vatns- og rykþéttni, skarpar myndavélar, látlaust viðmót og hversu þunnir þeir eru. Xperia Z3 kom út í haust og er hann þynnri, léttari […]

Harman Kardon Nova umfjöllun

Nova eru tveir hálatalarar sem tengjast með snúru á milli hvors annars. Þeir erum með Bluetooth, NFC, optical og 3,5 mm inngang. Hátlararnir voru prófaðir sem aðalhátlarar í stofu og notaðir til að spila tónlist eða að tengja við sjónvarp. Það fyrsta sem maður tekur eftir er hversu fallega hannaðir hátalarnir eru. Þeir eru búnir […]

Windows 10 líka fyrir síma

Fyrir stuttu síðan kynnti Microsoft nýjustu uppfærslu á Windows stýrikerfinu sem mun bera nafnið Windows 10. Að þessu sinni er ekki eingöngu um að ræða nýtt stýrikerfi fyrir PC tölvur heldur mun það ganga þvert á öll tæki sem keyra Windows. Er þar átt við borðtölvur, fartölvur, spjaldtölvur og snjallsíma og er það töluverð breyting […]

Þarftu ekki að tilnefna eitthvað?

Opnað hefur verið fyrir innsendingar til Íslensku vefverðlaunanna 2014 á vef SVEF. Íslensku vefverðlaunin eru orðin að árlegum viðburði í íslensku viðskiptalífi en verðlaunin hafa verið veitt frá árinu 2000. Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins á Íslandi, haldin með það að markmiði að efla iðnaðinn, verðlauna framúrskarandi verkefni og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. […]