Entries by Atli

Moto 360 umfjöllun

Moto 360 er eitt fallegt Android Wear snjallúr. Þetta er fyrsta hringlaga snjallúrið á sínum tíma með Android Wear, sem er reyndar ekki alveg hringlaga því neðst á skífunni er flatur kafli (Moto 320?). Þetta er eitt af fyrstu Android Wear úrunum og var þróað hjá Moto á meðan Google átti það. En fyrir nokkru keypti […]

Samsung Galaxy S6 umfjöllun

Samsung hafa verið í vandræðum með sölu á snjallsímum, eftir yfirburða stöðu lengi vel. Það er barið á þeim úr tveimur áttum. Kínasímar og risastór iPhone hafa svo sannarlega látið þá finna fyrir því. Samsung rak yfirhönnuðinn sinn fyrir ári síðan og sagðist ætla að taka allt í gegn. Förum nú yfir árangurinn hjá þeim. […]

Dell XPS 13 umfjöllun

XPS 13 er glæný ultrabook frá bandaríska tölvuframleiðandanum Dell. Dell hefur átt erfitt uppdráttar undanfarið. Það fór á markað og gat illa fótað sig fyrir þar. Nokkru síðar fjármagnaði Michael Dell sjálfur kaup á meirihluta hlutafés og tók Dell af markaði. XPS 13 er þunn og nett fartölva sem vakti mikla athygli nörda fyrir örþunna ramma […]

Tidal kveikir á Íslandi

Tónlistarveitan Tidal, sem er í eigu Jay Z, hefur nú opnað á þjónustu sína á Íslandi. Veitan býður upp á 25 milljón lög og 75 þúsund tónlistarmyndbönd í háskerpu. Það sem er sérstakt við Tidal er aðgangur að FLAC tónlist, eða tónlist í mun meiri gæðum en á öðrum veitum (Spotify, Google Music, iTunes radiu, Rdio,…). […]

Nexpo viðtöl við sigurvera

Silent tók saman fyrir okkur rosalega fín viðtöl við sigurvera Nexpo 2015, sem var haldin núna 27.mars í Bíó Paradís í samstarfi við Nýherja. Mæting var mjög góð og stemmning mjög góð. Hugleikur Dagsson mætti og kynnti okkur fyrir hinu nýja “Ég er ekki rasisti, en…” sem er “Ég er kannski svoldið gamaldags, en…”. Er […]

Nexpo teiti í kvöld

Nexpo 2015 verður haldin í fimmta sinn núna í kvöld í Bíó Paradís klukkan 18:00 og þér er sérstaklega boðið að kíkja. Nexpo er vef-, markaðs- og sprotaverðlaunahátíð sem er haldin af Simon.is í samstarfi við Nýherja. Það eru allir velkomnir, sérstaklega vefarar, markaðsnördar og sprotafólk. Það eru átta verðlaun og fullt af góðum tilnefningum. Atli Fannar mun glíma við Röggu […]

Nexpo kosning hafin!

Sjö manna úrvalsdómnefnd hefur skilað af sér tilnefningum í topp fimm í hverjum flokki fyrir sig og er kosning hafin. Kosning fer fram á vef Kjarnans. Verðlaun verða afhend næstkomandi föstudag frá 18-21 í Bíó Paradís. Boðið eru upp á léttar veitingar og eru allir velkomnir. Hér smá sjá tilnefningar í heild sinni. Vefhetjan Atli […]

Þrjú snjallúr sem þú getur keypt núna

Apple Watch snjallúrin þrjú eru ekki enn komin í sölu, en eru þau væntanleg í apríl. Ef þú getur ekki beðið, þá eru hér nokkur snjallúr sem við getum mælt með eftir að fiktað í þeim. Moto 360 Moto 360 er ótrúlega fallegt snjallúr frá Motorola Mobility, úr vörupípu Google. Þetta er eitt af fáum […]

Ný óeðlilega þunn Macbook frá Apple

Apple mun hefja sölu á ótrúlega þunnri Macbook fartölvu 10. apríl næstkomandi. Þessi fartölva mun endurvekja vöruheitið Macbook (án viðskeyta). Hún verður með skörpum 12” retina skjá (2304×1400) sem er næfurþunnur og notar 30% minna af rafmagni. Tölvan er einungis 13,1 mm þar sem hún er þykkust og 907 grömm á þyngd. Hún er þynnri […]

Nexpo opnar fyrir tilnefningar

Nú hefur verið opnað fyrir tilnefningar í Nexpo á vef Kjarnans. Simon hvetur alla til að tilnefna, enda er þetta jú verðlaunahátíð fólksins. Hátíðin er haldin í samstarfi við Nýherja, Kjarnann, Landsbankann og Klak-Innovit. Nexpo hefur aðeins breyst frá í fyrra og er nú kosið í átta flokkum og eru tveir af þeim nýir. Verðlaunaflokkar […]