Entries by Andri Valur

Síminn birtir verð á iPhone 6 og 6 Plus

Síminn birti í dag verð á iPhone 6 og 6 Plus sem eru væntanlegir til landsins. Enn er þó ekki komin dagsetning hvenær símarnir koma í sölu á Íslandi. Verðin eru eftirfarandi: iPhone 6 – 16GB 119.900 kr. iPhone 6 – 64GB 134.900 kr. iPhone 6 – 128GB 149.900 kr. iPhone 6 Plus – 16GB […]

Nýtt hlaðvarp – allt um Apple viðburðinn í gær

Gunnlaugur Reynir, Bjarni Ben, Andri Valur og Sverrir Björgvinsson frá Einstein.is fara yfir allar fréttir af 9. september viðburði Apple. Í þættinum er rætt um allt það helsta sem Apple kynnti í gær, tveir nýjir iPhone símar, iOS 8 stýrikerfið og Apple Watch snjallúrin. Smekkfullur þáttur af fjöri og fróðleik. Apple notendur geta skráð sig fyrir […]

Allt um Apple Watch

“One more thing” sagði Tim Cook á Apple kynningunni sem lauk fyrir skömmu. Setning sem margir héldu að myndi ekki heyrast aftur eftir að Steve Jobs lést enda var hún eitt af hans einkennum á Apple viðburðum. Í þessu tilviki var One more thing Apple snjallúr sem ýmsir greiningaraðilar höfðu spáð fyrir um að kynnt […]

Leggja.is appið uppfært

Leggja appið frá Stokki fékk algjörlega nýtt og endurbætt útlit í iOS með nýrri uppfærslu í gær. Nýja útlitið er flott og virðist við fyrstu sýn einfaldara í notkun. Núna þarf til að mynda ekki að skrá sig inn í hvert skipti sem appið er opnað. Auk þess sem umtalsvert meiri upplýsingar er að finna í […]

Sjáðu landið í beinni í símanum

Appið „Webcam Iceland” býður upp á að skoða vefmyndavélar sem eru staðsettar víðsvegar um landið og sjá hvað er að gerast í beinni útsendingu eða því sem næst. Þegar þetta er skrifað er mjög fallegt veður á Seyðisfirði, sólskin í Hlíðarfjalli á Akureyri, kafald á Austurvelli og hálkublettir en fallegt veður á Þröskuldum fyrir vestan. […]

IKUE nýr þrautaleikur í iOS frá íslensku fyrirtæki

Á dögunum gaf Gebo Kano, sem er íslenskt hugbúnaðarhús, út iOS leikinn IKUE. Leikurinn er þrautaleikur (eða heilabrotsleikur) sem er býsna áhugaverður. Í stuttu máli gengur leikurinn út á raða formum, sem eru sett saman úr punktum, inn í tiltekið borð. Einfaldast er að segja að maður sé að púsla. Í byrjun eru borðin frekar […]

Apple gefur út iOS 7.1 fyrir iPhone og iPad

Apple hefur gefið út fyrstu stóru uppfærsluna á iOS7 stýrikerfinu í iPhone og iPad (og ekki má gleyma iPod Touch) með iOS 7.1. Með uppfærslunni koma smávægilegar útlitsbreytingar, til dæmis hnappurinn til að hringja orðinn hringlaga, stuðningur við Siri hefur verið aukinn og dagatalinu breytt örlítið. Einnig er nú kominn stuðningur við CarPlay sem Apple […]

Ný mikilvæg öryggisuppfærsla fyrir iPhone og iPad

Fyrir helgi gaf Apple út öryggisuppfærslu fyrir iOS 7 (iOS 7.0.6) sem er ætlað að loka á alvarlegan öryggisbrest sem kom upp á dögunum. Það fór eitthvað lítið fyrir þessari uppfærslu en miðað við umfjallanir á erlendum vefsíðum sem fjalla um tækni er ljóst að um mjög alvarlegan öryggisbrest er að ræða. Í stuttu máli […]

Paper frá Facebook – Virkilega töff app

Facebook leiðist ekki að gefa út öpp. Sum öppin hafa verið fín, önnur hræðileg og jafnvel tilgangslaus (Poke einhver?). Nýjasta appið þeirra verður seint talið hræðilegt eða tilgangslaust. Í raun er um að ræða virkilega flott app. Eiginlega algjör snilld. (ATH þetta app er einungis í boði í US App Store svo það fari ekki […]

Myndavélalinsa fyrir iPhone – umfjöllun

Seinni part síðasta árs fékk Simon.is Olloclip linsu lánaða hjá Epli til prufu. Um er að ræða lítið stykki sem er í raun þrjár linsur og er smellt á símann með einu handtaki. Linsurnar eru fiskiauga (e. fisheye), víðlinsa og macro. Það verður að segjast eins og er að þetta er mögnuð græja. Stykkið sjálft […]