Bókhaldsvinna á ströndinni og þriðja tölvubyltingin í nánd
Advania heldur sína árlegu Haustráðstefnu í 22. sinn þann 9. september í Hörpu. Ráðstefnan hefur aldrei verið stærri en í ár. Fyrir hádegi er boðið upp á dagskrá í sameinuðu Silfurbergi A og B, og fjórar fyrirlestralínur með 24 fyrirlestrum. Síðari hluta dagsins er boðið upp á dagskrá í Eldborgarsal. Ráðstefnan er hugvitshátíð þar sem ráðstefnugestum er boðið að taka skref inn í nýjan heim. Alls eru 31 atriði á dagskrá ráðstefnunnar.
Fyrirlesarar í fremstu röð munu miðla framtíðarsýn sinni og þekkingu. Á ráðstefnunni verða erindi frá fyrirtækjum og stofnunum á borð Google, Facebook, Trend Micro, Dell, Microsoft, HP, Knowledge Factory, Völku, Háskólanum í Reykjavík, Þjóðskrá, LHR, Mint Solutions, Cisco, KPMG, Breakroom, Veracode, Controlant, Samsung, Solid clouds, RSA Security, RVX, og Secure Work.
Við félagarnir verðum á ráðstefnunni og munum vera duglegir að tísta á @simon_is Twitter notandanum.
Hægt er að skrá sig á ráðstefnuna á www.advania.is