Sony kynnir þrjá Xperia Z5 síma

Sony kynnti í gær þrjá nýja Xperia síma á tæknihátíðinni IFA í Þýskalandi, sem var reyndar búið að leka í myndbandi. Z-línan er flagskiplína Sony og þegar hún fór af stað gaf Sony út að sú lína yrði endurhönnuð á undir ári.  Þeir hafa staðið við það, en Z1 kom út september 2013 eða fyrir tveimur árum síðan. Xperia Z4 kom reyndar ekki út í Evrópu undir því nafni, heldur nafninu Z3+.

Family-shot-badcc27199a97eadd03dcd7f6f80d39c-540x492

Símarnir þrír eru:

  • Xperia Z5
  • Xperia Z5 premium
  • Xperia Z5 compact

Xperia Z5 er flaggskipið, en er ekki sá stærsti samt. Á honum er 5,2″ skjár en á Z5 premium er 5,5″ skjár. Compact síminn er sá minnsti og er með 4,6″ skjá (sem er frábær stærð fyrir þá sem vilja nota símann sinn einhendis). Tveir stærri símanir eru með 3GB vinnsluminni en allir eru þeir með Snapdragon 810 örgjörva sem er með tvo fjórkjarna örgjörva. Símarnir eru allir vatns- og rykvarðir og styðja mSD minniskort (upp að 200 GB). Myndavélin fær aðeins hærri upplausn og fer úr 20,7 MP upp í 23 MP. Svo verður loksins hægt að taka upp myndir í þeim gæðum í myndavélarappinu þeirra, hún tekur sjálfkrafa myndir í 8MP gæðum (sem er fáranlegt). Símanir skjóta allir myndbönd í 4K (sem Z3 og ofar gera líka) og í slowmo. Allir símarnir fá fingrafaralesa til að aflæsa símanum.

xperia_z5_press_02

Símarnir eru fallegir, þunnir og stúttfullir af góðum spekkum. En einn spekkinn stendur þó algerlega upp úr. Xperia Z5 premium er með 4K skjá. Já, þið lásuð rétt. Við nördarnir erum nýbúnir að kaupa eða erum alveg að fara kaupa okkar fyrsta 4K sjónvarp. Nú getur maður fengið sér 4K síma fyrir svipað verð og 4K sjónvarp. Þetta er upplausnin 2160 x 3840 á 5,5″ skjá. Það er líklega ekki séns að maður sjái muninn á milli qHD skjás (eins og er á LG G4 og Samsung Galaxy S6). En skjárinn er víst rosalega góður, þrátt fyrir að skarta ósjánlegri upplausn. Þessi upplausn er líklega bara til að draga athygli að sér. Upplausnin gæti þó komið á góðum notum með VR höfuðtóli, ef síminn getur gert tölvuleiki í þeirri upplausn.

https://www.youtube.com/watch?&v=8AsihR-MCig

Þetta er allt mjög spennandi og við erum spenntir að prófa. Gulli hjá Simon hefur lengi kallað Sony símana bestu símana sem enginn kaupir (nema ég).

#xperiaz5