Haustráðstefna Advania 2015
Haustráðstefna Advania árið 2015 verður haldin 4.september í Hörpu og mun nokkrir meðlimir Simon vera á staðnum í ár. Við munum vera með tíst í beinni (@simon_is, @atliy, @gullireynir og @axelpaul), myndir, myndbönd og jafnvel eitthvað fleira skemmtilegt.
Dagskráin er mjög flott í ár og Sævar Helgi Bragason opna hátíðina. Sævar er þekktur fyrir að vera koma fram fyrir Stjörnuskoðunarfélag Seltjarnarness og gefa skólabörnum sólmyrkvagleraugu, sem uppskar áhugaverð viðbrögð margra. Mark McCaughrean frá ESA mun tala um Rosetta verkefnið, eða hvernig á að lenda könnunarfari á halarstjörnu á svakalegum hraða. Dr. Ralf G. Herrtwich frá Benz mun svo koma og kynna fyrir okkur þeirra útgáfu af sjálfkeyrandi bílum. Það er því fullt spennandi í boði og við hlökkum til að fjalla um þessa fyrirlestra betur. Dell mun svo ljúka hátíðinni með kokteil og skemmtunum.
Hér er viðburðurinn á Facebook og hér er hægt að skrá sig.
#haustráðstefna