Tæknivarpið: Fallegasti Galaxy S-síminn til þessa

Tæknivarpið er sammála um að nýi Samsung Galaxy S6-síminn sé sá fallegasti í vörulínu Samsung. Umsjónarmenn þáttarins, Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Atli Stefán Yngvason og Andri Valur Ívarsson, fjalla um fyrstu kynni sín af símanum sem hefur hlotið algerlega breytt viðmót.

Andri Valur er búinn að prófa Apple Watch og greinir hlustendum frá upplifun sinni og svo er gamla góða Nintendo-fyrirtækið farið að framleiða símaleiki. Það er á nógu að taka í Tæknivarpi vikunnar.

 


Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér til hliðar, á síðu Kjarnans eða fáðu alla þættina beint í tækið þitt með hlaðvarpsstraum Kjarnans.
Áskrift í iTunes
Sækja RSS-straum