Þrjú snjallúr sem eru EKKI Apple Watch
Það fór vafalaust ekki framhjá mörgum að Apple hafi haldið Spring Forward viðburðinn sinn í gær þar sem hulunni var svift endanlega af öllu sem viðkemur Apple Watch. Margir geta þó ekki hugsað sér að eiga Apple úr, þá sérstaklega ef þeir eru Android megin í lífinu. Hérna má finna 3 lúxus úr sem eru ekki Apple Watch.
LG G Watch Urbane
LG hafa verið duglegir að gefa út snjallúr og hafa þau verið misgóð. LG G Watch R er virkilega vel heppnað hringlaga snjallúr sem keyrir á Android R og hefur almennt verið talið sem eitt besta snjallúrið sem komið hefur út. LG lét ekki slag standa þar og tilkynntu lúxus útgáfu af G Watch R, sem kallast LG G Watch Urbane. Úrið er með sama innvolsi og G Watch R, en er nú komið í mun fallegri umbúðir. Plastinu hefur verið skipt út fyrir ryðfrítt stál og leður og það verður að segja að G Watch Urbane er eitt fallegasta úrið á markaðnum í dag. Helsti kosturinn er að það lítur ekki út eins og snjallúr, en það á að öllum líkindum eftir að vera ansi dýrt. Í úrinu er 320×320 pixla 1.3″ P-OLED skjár, 1 GB minni, 4 GB pláss og 1,2 GhZ Snapdragon 400 örgjörvi. Það keyrir að á Android Wear og virkar því einungis á Android tækjum.
Pebble Time Steel
Peeble voru fyrstir á markað með snjallúr sem seldist eitthvað . Upprunalega Pebble úrið var fjármagnaði með Kickstarter árið 2012 og sló öll met. Núna fyrr í mánuðinum tilkynnti Pebble næstu kynslóð úranna, Pebble Time. Þeir sprengdu skalann á Kickstarter og seldist Pebble Time eins og heitar lummur. Stuttu seinna kom tilkynning um að Pebble ætlaði að gefa út aðra útgáfu af Time sem var úr málmi og mun fallegra, Pebble Time Steel. Það er ekki ólíkt því sem gerðist þegar að Pebble Steel úrið kom út, en það vakti mikla lukku hjá okkur. Úrið hefur algjöra sérstöðu miðað við hin úrin með því að vera með e-ink skjá og virka óháð stýrikerfi, sama hvort það sé iOS, Android og Windows Phone.
Asus Zenwatch
Asus eru ekki búnir að ryðja sér inn á almennan snjallsímamarkað hér Vestra, en hefur þó verið að reyna. Kínverski raftækjaframleiðandinn kynnti Asus Zenwatch fyrir heiminum í september 2014 og kom það út í nóvember. Úrið er flott og dettur í lúxus snjallúraflokkinn. Það er kassalaga, úr ryðfríu stáli og kemur með alvöru leðuról. Úrið er með 1.63″ OLED skjá sem keyrir á 320×320 upplausn og rafhlöðu sem endist í rúman sólarhring. Það er vatnshelt að IP55 og þolir því að blotna ágætlega. Það keyrir á nýjasta Android Wear og virkar því eingöngu á Android tækjum.
Fleiri en Apple sem kunna að hanna
Apple er ekki með einkaleyfi á fallegri hönnun og það verður vonandi úr nægu að velja þegar snjallúramarkaðurinn fer á flug. Eitthvað fyrir okkur öll.