Þrjú snjallúr sem þú getur keypt núna

Apple Watch snjallúrin þrjú eru ekki enn komin í sölu, en eru þau væntanleg í apríl. Ef þú getur ekki beðið, þá eru hér nokkur snjallúr sem við getum mælt með eftir að fiktað í þeim.

Moto 360

Moto_360_18_mm_vs_23_mm_Different_Views_2_Wide

Moto 360 er ótrúlega fallegt snjallúr frá Motorola Mobility, úr vörupípu Google. Þetta er eitt af fáum snjallúrum sem er (næstum því) hringlaga. Skjárinn er 1,56″ og er með 320×290 upplausn. Í kringum skjáinn er fallegt ryðfrítt stál (í ljósu eða dökkum lit) eða kampavínsgulllitað stál #2007. Úrið keyrir á Android Wear, sem er enn þá hálf-lamað fyrir Íslendinga vegna Google Now (sem er ekki virkt fyrir Ísland). Úr verða að vera falleg, og ég er nokkuð skotinn í þessu úri.

Moto 360 fæst hjá Vodafone og Símanum á 60 þúsund krónur.

Samsung Galaxy Gear 2

Samsung-Galaxy-Gear-2_enl

Skemmtilegt snjallúr frá Samsung sem er byggt á Tizen stýrikerfinu og virkar einmitt einungis með Samsung símum. Á því er 2 megadíla myndavél, sem er ákveðin skemmtun. Úrið hefur kannski ekki þá fágun sem þarf, en það er svo sannarlega nothæft. Það býður upp á púlsmæli og sýnir þér upplýsingar í miðju skokki eða hjólaferð eins og hraða og lengd. Svo slekkur úrið á lykilorði inn í síma ef það er nógu nálægt símanum. Eitt sem heillaði mig var takkinn á úrinu og hvernig stýrikerfið byggist meira á snertingu (frekar en tali eins og Android Wear úrin). Þetta er kannski ekki það fallegasta sem ég hef séð, en það var mun nothæfara en Android Wear úrin sem ég hef prófað.

Samsung Galaxy Gear 2 fæst hjá Símanum á 45 þúsund krónur.

LG G Watch R

lg g watch r

Hér annað hringlaga Android Wear snjallúr, sem er nokkuð snoturt. Þetta er annað úrið sem LG gefur út og keyrir þetta úr á Android Wear. LG hefur verið með Google frá byrjun og gerðu eitt fyrsta Android Wear úrið. Það var kassalega en annars frekar svipað. Það vantar enn þá Google Now, en þú getur auðvitað notað það til að birta tilkynningar og margt fleira sem önnur öpp bjóða upp á.

LG G Watch R fæst hjá Vodafone á 60 þúsund krónur og hjá Símanum á 49 þúsund krónur.