Tæknivarpið: Síminn í dagskrárgerð í anda Netflix

Síminn er að ráðast í dagskrárgerð í Sjónvarpi Símans í anda Netflix sem hefur meðal annars framleitt vinsæla sjónvarpsþætti á borð við House of Cards með Kevin Spacey í aðalhlutverki. Þeir Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Andri Valur Ívarsson og Bjarni Ben ræða þetta í Tæknivarpinu þessa vikuna. Með þeim er sérlegur gestur, Egill Moran Rubner Friðriksson. Meðal annars sem rætt er í þættinum eru ný snjalltæki á borð við Samsung Galaxy S6 og S6 edge, HTC One M9 og Huawei-snjallúr.

 


Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér til hliðar, á síðu Kjarnans eða fáðu alla þættina beint í tækið þitt með hlaðvarpsstraum Kjarnans.
Áskrift í iTunes
Sækja RSS-straum