Tæknivarpið: Öll Apple-notkun verður þráðlaus

Apple kynntu AppleWatch-snjallúrið og nýja MacBook-fartölvu á vorkynningu sinni í gær, mánudag. Áður hafði Apple tilkynnt um úraframleiðslu sína en í gær skýrði tölvurisinn þessa nýju vöru frekar. Tæknivarpið fylgdist með kynningu Apple og fjallar um nýjungarnar í þættinum, sem er heldur snemma á ferðinni þessa vikuna.

Svo virðist sem að Apple sé að reyna að gera alla notkun tækja sinna þráðlausa. Til marks um það mun verð á Apple TV lækka og nýja fartölvan hefur bara eitt snúrutengi.

Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson, Andri Valur Ívarsson og Bjarni Ben. Þeir fjalla auk þess um HBO Now sem er streymisþjónusta HBO-sjónvarpsstöðvarinnar. Þjónustan er sett til höfuðs Netflix sem hefur verið vinsæl meðal netverja.


Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér til hliðar, á síðu Kjarnans eða fáðu alla þættina beint í tækið þitt með hlaðvarpsstraum Kjarnans.
Áskrift í iTunes
Sækja RSS-straum