Tæknivarpið: Nýtt app frá Instagram ætti að vera innbyggt

Layout er nýtt app frá Instagram þar sem fólk getur skeytt saman nokkrum myndum í eina. Tæknivarpið fjallar um þetta nýja app og spyr sig hvers vegna þetta er ekki löngu orðið innbyggt í Instagram. Appið er fáanlegt fyrir iOS og á leiðinni fyrir Android. Tæknivarpið fjallar um þetta, HTC One M9, .porn-lénaendinguna og Withing activité.

Umsjónarmenn þáttarins eru Gunnlaugur Reynir Sverrisson og Bjarni Ben. Sérlegur gestur þáttarins er Atli Stefán Yngavson sem er mættur til að ræða NEXPÓ-hátíðina sem hefst klukkan 18 í Bíó Paradís á morgun, föstudag. Farið er yfir tilnefningarnar en hægt er að kjósa hér á Kjarninn.is.

 

 


Hlustaðu á þáttinn í heild sinni í spilaranum hér til hliðar, á síðu Kjarnans eða fáðu alla þættina beint í tækið þitt með hlaðvarpsstraum Kjarnans.
Áskrift í iTunes
Sækja RSS-straum