Ný óeðlilega þunn Macbook frá Apple

Apple mun hefja sölu á ótrúlega þunnri Macbook fartölvu 10. apríl næstkomandi. Þessi fartölva mun endurvekja vöruheitið Macbook (án viðskeyta). Hún verður með skörpum 12” retina skjá (2304×1400) sem er næfurþunnur og notar 30% minna af rafmagni. Tölvan er einungis 13,1 mm þar sem hún er þykkust og 907 grömm á þyngd. Hún er þynnri og léttari en núverandi Macbook Air 11.

Screen_Shot_2015-03-09_at_5.49.44_PM.0

Lyklaborð og snertimús gleymdust ekki, og er ný tækni þar. Lyklaborðið er með nýjar undirstoðir, eða “butterfly” takka. Sá takki gerði þeim kleift að fletja takkana og eykur næmni. Snertimúsin er líka með nýjar undirstoðir (nú fjórar) og nú er hægt að smella niður hvar sem er á flötinn. Einnig er þrýstiskynjari sem býður upp á að “Force click” eða þyngri smelli sem gera eitthvað annað en léttari smellir (eins og að fletta upp orði í Wikipedia).

Screen_Shot_2015-03-09_at_5.51.02_PM.0

Þessi nýja Macbook er sú fyrsta sem verður viftulaus þökk sé Intel Core M örgjörvanum, sem er víst einkum svalur. Apple náði einnig að minnka móðurborðið niður um 67% (miðað við Macbook Air 11) og fylltu því restina af plássinu með rafhlöðum. Tölvan kemur til með að endast í 8-10 tíma.

tvö pund

Stærsta stökkið með þessari tölvu er líklega það að hún er bara með eina rauf auk heyrnatólatengis. Sú rauf notar USB-C tæknina og með henni er hægt að tengja ýmsar snúrur. Hún hleður tölvuna, og tengist við skjái og önnur jaðartæki.

usb c

MacBook

 

Macbook kemur í tveimur útgáfum: með 256GB geymsluplássi ásamt 1,1 GHZ Intel Core M eða 512GB geymsluplássi ásamt 1,2 GHz Intel Core M. Annars er hún alltaf útbúin 8GB vinnsluminni, 1,1 GHz Intel Core M og Intel HD 5300 skjástýringu. Ódýrari útgáfan er $1299 og sú dýrari $1599. Við giskum á verð frá 200 þúsund krónum, eða 210 þúsund krónum fyrir ódýrari útgáfuna og 250 þúsund krónum fyrir þá stærri.

Ný Macbook

Og já, Macbook kemur í þremur litum: grár, silfur og gull.

macbook_overview_og